Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 10:01 Nýi Stjörnumaðurinn Jaka Klobucar hefur átt langan og flottan feril. Hér er hann í leik á HM árið 2014. Getty/Evrim Aydin „Þetta er byrjað að hitna, og ég held að þetta verði heitara,“ segir Pavel Ermolinskij um félagaskiptamarkaðinn í íslenska körfuboltanum, í nýjasta þætti GAZins. Á miðnætti annað kvöld verður glugganum skellt í lás og bannað að bæta við fleiri leikmönnum í liðin í Bónus-deild karla í körfubolta. Á síðustu dögum hafa afar áhugaverðir leikmenn verið kynntir til leiks og strákarnir í GAZinu veltu vöngum yfir nýjum og væntanlegum mönnum sem eflaust munu setja sterkan svip á komandi umferðir og úrslitakeppnina. Pavel segir ljóst að félögin í deildinni hafi áhrif hvert á annað með því að næla sér í feita bita. „Hin liðin voru að reyna að átta sig á því hvað andstæðingar þeirra eru að fara að gera. Til dæmis lið Stjörnunnar sem að bætti við sig… Ég er viss um að Tindastóll er að hugsa þetta öðruvísi núna,“ segir Pavel en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan sem og á hlaðvarpsveitum. HM í handbolta bar þar einnig á góma. Stjörnumenn, sem fyrir leiki kvöldsins eru tveimur stigum á undan Tindastóli á topp deildarinnar, bættu í vikunni við sig 37 ára fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu, sem átt hefur frábæran feril í Evrópu. Sá heitir Jaka Klobucar. En gæti hann ruggað bátnum sem siglt hefur svo vel í vetur? „Þetta er maður sem að hefur spilað fyrir lið þar sem eru 12 góðir leikmenn. Þú færð 18-24 mínútur i leik. Hann verður ekkert litill í sér ef hann spilar 18 mín. Á meðan að það eru margir erlendir leikmenn sem koma hingað eru vanir því að vera sleðar í sínum líðum,“ sagði Helgi Már Magnússon og Pavel tók við boltanum: „Það sem allir höfðu áhyggjur af er hvort að Stjarnan mundi riðla einhverju með þessari viðbót. Þess vegna bjóst maður við meiri varaskeifu. Þetta gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum.“ Pruitt að lenda í Keflavík Bandaríkjamaðurinn Nigel Pruitt, sem var í Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð, er samkvæmt GAZ-mönnum að lenda í Keflavík og mun klára tímabilið þar. „Enn sem komið er eru allar breytingar og bætingar [hjá Keflavík] þannig að þeir hafa ekki farið út fyrir þennan ramma sem þeir eru að vinna eftir. Annað hvort ertu góður í að koma þér á körfuna eða þú ert góður skotmaður. Allt annað er í raun og veru aukaatriði,“ segir Pavel. „Ég er samt alveg sammála því að ef að Pétur [Ingvarsson] er þinn þjálfari og hann er með einhvern leikstíl eða einhverja fílósofiu þá verður þú bara að trúa og styðja hann í þeirri pælingu, þú getur ekki bara allt í einu fengið einhvern til að gera eitthvað öfugt við það sem hann er búinn að tala um í allan vetur,“ segir Helgi og bætir við: „Hann mun eiga leiki, þar sem hann er heitur og skila tuttugu og eitthvað stigum.“ „Hann var einu sinni háloftafugl“ Gæðin í Bónus-deildinni eru slík í vetur að fyrrverandi NBA-leikmenn eru farnir að láta á sér kræla og landaði Grindavík hinum 38 ára gamla Jeremy Pargo. „Hann var einu sinni háloftafugl en það hefur hægst verulega á honum enda 38 ára gamall,“ „Hann er orðinn meiri svona naskur leikstjórnandi. Góður sendingarmaður og notar líkamann vel til þess að hlífa boltanum, hægja á sér og fara aftur af stað, þessi týpa,“ segir Pavel. Bónus-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Á miðnætti annað kvöld verður glugganum skellt í lás og bannað að bæta við fleiri leikmönnum í liðin í Bónus-deild karla í körfubolta. Á síðustu dögum hafa afar áhugaverðir leikmenn verið kynntir til leiks og strákarnir í GAZinu veltu vöngum yfir nýjum og væntanlegum mönnum sem eflaust munu setja sterkan svip á komandi umferðir og úrslitakeppnina. Pavel segir ljóst að félögin í deildinni hafi áhrif hvert á annað með því að næla sér í feita bita. „Hin liðin voru að reyna að átta sig á því hvað andstæðingar þeirra eru að fara að gera. Til dæmis lið Stjörnunnar sem að bætti við sig… Ég er viss um að Tindastóll er að hugsa þetta öðruvísi núna,“ segir Pavel en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan sem og á hlaðvarpsveitum. HM í handbolta bar þar einnig á góma. Stjörnumenn, sem fyrir leiki kvöldsins eru tveimur stigum á undan Tindastóli á topp deildarinnar, bættu í vikunni við sig 37 ára fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu, sem átt hefur frábæran feril í Evrópu. Sá heitir Jaka Klobucar. En gæti hann ruggað bátnum sem siglt hefur svo vel í vetur? „Þetta er maður sem að hefur spilað fyrir lið þar sem eru 12 góðir leikmenn. Þú færð 18-24 mínútur i leik. Hann verður ekkert litill í sér ef hann spilar 18 mín. Á meðan að það eru margir erlendir leikmenn sem koma hingað eru vanir því að vera sleðar í sínum líðum,“ sagði Helgi Már Magnússon og Pavel tók við boltanum: „Það sem allir höfðu áhyggjur af er hvort að Stjarnan mundi riðla einhverju með þessari viðbót. Þess vegna bjóst maður við meiri varaskeifu. Þetta gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum.“ Pruitt að lenda í Keflavík Bandaríkjamaðurinn Nigel Pruitt, sem var í Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð, er samkvæmt GAZ-mönnum að lenda í Keflavík og mun klára tímabilið þar. „Enn sem komið er eru allar breytingar og bætingar [hjá Keflavík] þannig að þeir hafa ekki farið út fyrir þennan ramma sem þeir eru að vinna eftir. Annað hvort ertu góður í að koma þér á körfuna eða þú ert góður skotmaður. Allt annað er í raun og veru aukaatriði,“ segir Pavel. „Ég er samt alveg sammála því að ef að Pétur [Ingvarsson] er þinn þjálfari og hann er með einhvern leikstíl eða einhverja fílósofiu þá verður þú bara að trúa og styðja hann í þeirri pælingu, þú getur ekki bara allt í einu fengið einhvern til að gera eitthvað öfugt við það sem hann er búinn að tala um í allan vetur,“ segir Helgi og bætir við: „Hann mun eiga leiki, þar sem hann er heitur og skila tuttugu og eitthvað stigum.“ „Hann var einu sinni háloftafugl“ Gæðin í Bónus-deildinni eru slík í vetur að fyrrverandi NBA-leikmenn eru farnir að láta á sér kræla og landaði Grindavík hinum 38 ára gamla Jeremy Pargo. „Hann var einu sinni háloftafugl en það hefur hægst verulega á honum enda 38 ára gamall,“ „Hann er orðinn meiri svona naskur leikstjórnandi. Góður sendingarmaður og notar líkamann vel til þess að hlífa boltanum, hægja á sér og fara aftur af stað, þessi týpa,“ segir Pavel.
Bónus-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira