Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. janúar 2025 10:01 Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun