Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. janúar 2025 07:01 Víðir - sem hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrnu um árabil - og Hreiðar Levý - sem varði á sínum tíma mark Íslands en selur nú fasteignir. Vísir/Vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, gefur ekki mikið fyrir skrif Víðis Sigurðssonar hjá Morgunblaðinu þar sem hann ræðir aðkomu Gunnars Magnússonar að sigri Króatíu á Íslamdi á HM í handbolta. Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira