Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 30. janúar 2025 22:30 Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Málið er það að KÍ ber hag kennara, leikskólakennara, tónlistarskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennar og stjórnenda í þessum skólum, fyrir brjósti og svarar fyrirspurnum frá kennurum varðandi þetta verkefni. Sveitarstjórnir og alþingismenn eiga að bera hag íbúa fyrir brjósti og þeim ber að svara fyrirspurnum íbúa um framgang mála í sínu sveitarfélagi og kjördæmi. Þeir sem eru kosnir til að stjórna bera mikla ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á framgangi alls konar mála innan samfélagsins og íbúar eiga að eiga greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta íbúa – gegnsæi sem er vinsælt orð í stjórnmálum í dag. Í kjaradeilu KÍ og sveitarfélaga/ríkisins hefur einhver snúið þessu á hvolf. Foreldrar sem eru uggandi yfir stöðu mála leita stöðugt til kennarasambandsins um hvað sé að gerast og hvort það sé rétt eða rangt. Þeir eiga að sjálfsögðu að herja á sina kjörnu fulltrúa og ráðnu bæjar/borgarstjóra um hvað sé í gangi. Það er ekki skylda KÍ að upplýsa foreldra um afstöðu hins opinbera í kjarabaráttunni. Það er skylda KÍ að upplýsa kennara um stöðu mála. Það er skylda hins opinbera að svara sínum íbúum. Íbúar landsins kusu ekki samninganefndir. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga eru millistig sem er tilkomið til að kjörnir fulltrúar geti afsalað sér ábyrgð sem er svo sannarlega þeirra. Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins bera ekki ábyrgð á samkomulaginu frá 2016, það gera sveitarstjórnir og ríkisstjórnin. Það er hreint ótrúlegt að tæplega 400 manns sem skipa sveitar, bæjar og borgarstjórnir yfir landið skuli vera sammála um að svíkja samning sem var gerður og fela sig á bak við fólk sem var ekki kosið til að vinna að hagsmunum íbúa. Það er eins og þjálfari sem segir að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni beri ábyrgð á tapinu. Sinnum okkar starfi. Við gerum það. Við biðjum ykkur, sveitarstjórnarmenn og ríkisstjórn að gera það líka. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Málið er það að KÍ ber hag kennara, leikskólakennara, tónlistarskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennar og stjórnenda í þessum skólum, fyrir brjósti og svarar fyrirspurnum frá kennurum varðandi þetta verkefni. Sveitarstjórnir og alþingismenn eiga að bera hag íbúa fyrir brjósti og þeim ber að svara fyrirspurnum íbúa um framgang mála í sínu sveitarfélagi og kjördæmi. Þeir sem eru kosnir til að stjórna bera mikla ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á framgangi alls konar mála innan samfélagsins og íbúar eiga að eiga greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta íbúa – gegnsæi sem er vinsælt orð í stjórnmálum í dag. Í kjaradeilu KÍ og sveitarfélaga/ríkisins hefur einhver snúið þessu á hvolf. Foreldrar sem eru uggandi yfir stöðu mála leita stöðugt til kennarasambandsins um hvað sé að gerast og hvort það sé rétt eða rangt. Þeir eiga að sjálfsögðu að herja á sina kjörnu fulltrúa og ráðnu bæjar/borgarstjóra um hvað sé í gangi. Það er ekki skylda KÍ að upplýsa foreldra um afstöðu hins opinbera í kjarabaráttunni. Það er skylda KÍ að upplýsa kennara um stöðu mála. Það er skylda hins opinbera að svara sínum íbúum. Íbúar landsins kusu ekki samninganefndir. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga eru millistig sem er tilkomið til að kjörnir fulltrúar geti afsalað sér ábyrgð sem er svo sannarlega þeirra. Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins bera ekki ábyrgð á samkomulaginu frá 2016, það gera sveitarstjórnir og ríkisstjórnin. Það er hreint ótrúlegt að tæplega 400 manns sem skipa sveitar, bæjar og borgarstjórnir yfir landið skuli vera sammála um að svíkja samning sem var gerður og fela sig á bak við fólk sem var ekki kosið til að vinna að hagsmunum íbúa. Það er eins og þjálfari sem segir að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni beri ábyrgð á tapinu. Sinnum okkar starfi. Við gerum það. Við biðjum ykkur, sveitarstjórnarmenn og ríkisstjórn að gera það líka. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun