Einn nýliði er í íslenska hópnum; Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, leikmaður Hamars/Þórs. Hún er tvítug og hefur skilað 6,2 stigum og 7,6 fráköstum að meðaltali í leik í Bónus deildinni í vetur.
Ísland mætir Tyrklandi í Izmit 6. febrúar og Slóvakíu í Bratislava þremur dögum síðar.
Í síðustu landsleikjahrinu tapaði Ísland fyrir Slóvakíu, 70-78, en vann Rúmeníu, 77-73, þökk sé eftirminnilegri sigurkörfu Danielle Rodriguez.
Ísland er í fjórða og neðsta sæti F-riðils undankeppninnar með fimm stig. Efsta liðið kemst í lokakeppnina auk þeirra fjögurra liða sem eru með bestan árangur í 2. sætum riðlanna í undankeppninni.
Íslenski hópurinn
Anna Ingunn Svansdóttir - Keflavík 12 leikir
Agnes María Svansdóttir – Keflavík 4 leikir
Dagbjört Dögg Karlsdóttir - Valur 22 leikir
Danielle Rodriguez - Fribourg 2 leikir
Diljá Ögn Lárusdóttir - Stjarnan 8 leikir
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir – Hamar/Þór 4 leikir
Eva Wium Elíasdóttir - Þór Akureyri 4 leikir
Kristrún Ríkey Ólafsdóttir – Hamar/Þór – Nýliði
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík 30 leikir
Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík 22 leikir
Þóra Kristín Jónsdóttir - Haukar 35 leikir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir - Haukar 8 leikir