Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar 31. janúar 2025 10:33 Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun