Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar 31. janúar 2025 11:00 Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Lyf Rekstur hins opinbera Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun