Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 11:41 Lögreglumenn ganga út úr íbúðarhúsi þar sem Salwan Momika var skotinn til í Södertälje bana 30. janúar 2025. Vísir/EPA Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins. Salwan Momika var skotinn til bana í heimahúsi í bænum Södertälje nærri Stokkhólmi á miðvikudag. Morðið er sagt hafa verið sýnt í beinu streymi á netinu. Momika varð alræmdur fyrir að brenna Kóraninn, ýmist á opinberum stöðum eða í útsendingum á netinu árið 2023. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í gær að leyniþjónustan tæki þátt í rannsókn á morðinu „því það er augljóslega hætta á að það tengist erlendu ríki“. Ekki er ljóst hvort að sá sem skaut Momika sé á meðal þeirra fimm manna sem voru handteknir og sæta gæsluvarðhaldi vegna dauða hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kóranbrennur Momika ollu úlfaþyti árið 2023 en múslimar líta á ritið sem heilagt. Viðbúnaðar vegna hryðjuverkahættu var aukinn í Svíþjóð og Svíar varaðir við því að þeir gætu verið í hættu erlendis vegna hótana íslamskra öfgamanna. Tyrknesk stjórnvöld töfðu einnig inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið vegna brennanna. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, hótaði þeim sem vanhelguðu Kóraninn hörðum refsingum og sakaði Svíþjóð um að taka þátt í stríði gegn múslimaheiminum. Svíþjóð Trúmál Íran Írak Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Salwan Momika var skotinn til bana í heimahúsi í bænum Södertälje nærri Stokkhólmi á miðvikudag. Morðið er sagt hafa verið sýnt í beinu streymi á netinu. Momika varð alræmdur fyrir að brenna Kóraninn, ýmist á opinberum stöðum eða í útsendingum á netinu árið 2023. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í gær að leyniþjónustan tæki þátt í rannsókn á morðinu „því það er augljóslega hætta á að það tengist erlendu ríki“. Ekki er ljóst hvort að sá sem skaut Momika sé á meðal þeirra fimm manna sem voru handteknir og sæta gæsluvarðhaldi vegna dauða hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kóranbrennur Momika ollu úlfaþyti árið 2023 en múslimar líta á ritið sem heilagt. Viðbúnaðar vegna hryðjuverkahættu var aukinn í Svíþjóð og Svíar varaðir við því að þeir gætu verið í hættu erlendis vegna hótana íslamskra öfgamanna. Tyrknesk stjórnvöld töfðu einnig inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið vegna brennanna. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, hótaði þeim sem vanhelguðu Kóraninn hörðum refsingum og sakaði Svíþjóð um að taka þátt í stríði gegn múslimaheiminum.
Svíþjóð Trúmál Íran Írak Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira