Atvikið átti sér stað þegar García greip boltann á hliðarlínunni og kastaði honum svo frá Nicolas Fonseca, leikmanni León, sem ýtti þjálfaranum í átt að varamannabekknum.
Í kjölfarið brutust út átök milli leikmanna og starfliða. Í þeim sparkaði García aftan í fæturna á Rodríguez og fékk rauða spjaldið fyrir.
García baðst afsökunar á framferði sínu en var síðan dæmdur í þriggja leikja bann. León var umræddan leik, 2-1.
Rodríguez er nýgenginn í raðir León eftir stutta dvöl hjá Rayo Vallecano á Spáni. Hinn 33 ára Rodríguez hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars leikið með Real Madrid og Bayern München. Hann hefur leikið 112 landsleiki fyrir Kólumbíu og skorað 29 mörk.
García, sem lék meðal annars með Barcelona á sínum tíma, tók við Guadalajara í byrjun þessa árs. Hann hefur einnig stýrt liðum á borð við Brighton, Watford og Olympiacos.