Mundi loforðið til kennarans Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 16:31 Siguröskur Dominik Kuzmanovic, eftir hverja góða markvörslu, eru orðin einkennistákn hjá honum á HM. Getty/Sanjin Strukic Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf. Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sjá meira
Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sjá meira