Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2025 14:35 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, fagnar niðurstöðunni. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda þingflokksherbergi sínu í Alþingishúsinu og er því ljóst að ekkert verður af áður „boðuðu setuverkfalli“. Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hafi úrskurðað að með vísan í reglur forsætisnefndar muni Sjálfstæðisflokkurinn halda þingflokksherbergi sínu. Fjallað var um í gær að þingflokkur Samfylkingar, sem nú er sá stærsti á þingi, hefði gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokkinn í 84 ár, eða frá 1941. Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur sagði við Vísi í gær að engin ástæða væri fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgæfi herbergið sem hefði bæði tilfinningalegt og sögulegt gildi fyrir Sjálfstæðismenn. Hildur sagði í gamansömum tón að skipulagðar yrðu vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu, ef færi svo að þingflokknum yrði gert að fara. Sjá má frétt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Enginn fautaskapur Hildur segir það ánægjulegt að skrifstofustjóri þingsins hefði tekið undir athugasemdir sínar í málinu. „Ég auðvitað fagna þessari niðurstöðu. Enda er hún rétt. Reglurnar eru skýrar og teknar í þverpólitískri sátt einmitt til þess að valdhafar hverju sinni geti ekki komið fram með hverjum þeim fautaskap sem þeim sýnist hverju sinni. Ég hef auðvitað mikinn skilning á að mörgum þyki skrýtið að verið sé að eyða tíma í varðstöðu um eitthvað herbergi en hér var fyrst og fremst um að ræða varðstöðu fyrir hefðum, reglum og virðingu fyrir lýðræðislegri valddreifingu sem er kjarninn í störfum þingsins. Þannig að þetta skiptir meira máli og er meira prinsippmál en kannski lítur út fyrir að vera þannig að ég er bara ljómandi kát með þetta,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hafi úrskurðað að með vísan í reglur forsætisnefndar muni Sjálfstæðisflokkurinn halda þingflokksherbergi sínu. Fjallað var um í gær að þingflokkur Samfylkingar, sem nú er sá stærsti á þingi, hefði gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokkinn í 84 ár, eða frá 1941. Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur sagði við Vísi í gær að engin ástæða væri fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgæfi herbergið sem hefði bæði tilfinningalegt og sögulegt gildi fyrir Sjálfstæðismenn. Hildur sagði í gamansömum tón að skipulagðar yrðu vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu, ef færi svo að þingflokknum yrði gert að fara. Sjá má frétt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Enginn fautaskapur Hildur segir það ánægjulegt að skrifstofustjóri þingsins hefði tekið undir athugasemdir sínar í málinu. „Ég auðvitað fagna þessari niðurstöðu. Enda er hún rétt. Reglurnar eru skýrar og teknar í þverpólitískri sátt einmitt til þess að valdhafar hverju sinni geti ekki komið fram með hverjum þeim fautaskap sem þeim sýnist hverju sinni. Ég hef auðvitað mikinn skilning á að mörgum þyki skrýtið að verið sé að eyða tíma í varðstöðu um eitthvað herbergi en hér var fyrst og fremst um að ræða varðstöðu fyrir hefðum, reglum og virðingu fyrir lýðræðislegri valddreifingu sem er kjarninn í störfum þingsins. Þannig að þetta skiptir meira máli og er meira prinsippmál en kannski lítur út fyrir að vera þannig að ég er bara ljómandi kát með þetta,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39