Santos setti inn myndband á samfélagsmiðla sína þar sem stóð „Prinsinn er kominn aftur til okkar“.
„Pele kóngur, orðin þín eru lög. Hásætið og kórónan verða áfram þin af því að þú ert eilífur,“ sagði Neymar í myndbandinu.
„Það verður mikill heiður að fá að klæðast treyju númer tíu, hinni heilögu treyju sem skiptir svo miklu máli fyrir Santos og allan heiminn. Ég lofa þér að gera allt í mínu valdi til að halda áfram að heiðra arfleifðina þína,“ sagði Neymar.
Neymar hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann sleit krossband í landsleik skömmu eftir að hann skrifaði undir hjá Al Hilal í Sádi Arabíu.
Hann kom aftur í október en tognaði strax aftur í læri. Al Hilal og Neymar komust síðan saman um starfslok hálfu ári áður en samningur leikmannsins rann út.
Hann ætlar sér að nota tímann hjá Santos til að koma ferli sínum aftur í gang.
Neymar hóf feril sinn með Santos árið 2009 og varð að stjörnu þar sem endaði með því að Barcelona keypti hann.
Neymar hefur skorað 79 mörk fyrir brasilíska landsliðið sem er meira en Pele gerði á sínum tíma.