Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 14:06 Bát rak upp í hafnargarð í Norðfirði. Landsbjörg Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða um land síðastliðinn sólarhring, með suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn í dag. Björgunarsveitir víða um landið hafa ekki varhluta af veðurofsanum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Gærdagurinn var nokkuð annasamur, það voru fimmtán útköll í gær en í morgun hefur þetta verið aðeins rólegra,“ segir Jón Þór. Bát rak upp í hafnargarðinn Útköllin hafa verið af ýmsum toga, allt frá Vestfjörðum og austur á firði. „Það var kallað út í morgun, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík vegna beitningarskúrs þar sem þakplötur voru að losna af og björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út vegna báts sem hafði slitnað upp í smábátahöfninni og rekið upp í hafnargarðinn. Það var í raun og veru ekki hægt að gera annað þar heldur en að tryggja hann þar sem hann var og verður hugað að honum betur þegar það lægir og batnar veðrið,“ segir Jón Þór. Engin slasast Þá aðstoðuðu björgunarsveitir einnig ferðamenn í vanda. „Það var kallað út nótt, björgunarsveitir á Héraði vegna fólks sem var í vandræðum í rútu á Fagradal og það voru níu manns sem þurfti að ferja niður á Egilsstaði. Það gekk að mér skilst bara nokkuð vel,“ segir Jón Þór. Til þessa hafi björgunarsveitir ekki þurft að sinna alvarlegum útköllum þar sem fólk hafi slasast eða verið í hættu. „Nei sem betur fer ekki og við vonum að svo verði áfram bara.“ Björgunarsveitir Bolungarvík Fjarðabyggð Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða um land síðastliðinn sólarhring, með suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn í dag. Björgunarsveitir víða um landið hafa ekki varhluta af veðurofsanum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Gærdagurinn var nokkuð annasamur, það voru fimmtán útköll í gær en í morgun hefur þetta verið aðeins rólegra,“ segir Jón Þór. Bát rak upp í hafnargarðinn Útköllin hafa verið af ýmsum toga, allt frá Vestfjörðum og austur á firði. „Það var kallað út í morgun, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík vegna beitningarskúrs þar sem þakplötur voru að losna af og björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út vegna báts sem hafði slitnað upp í smábátahöfninni og rekið upp í hafnargarðinn. Það var í raun og veru ekki hægt að gera annað þar heldur en að tryggja hann þar sem hann var og verður hugað að honum betur þegar það lægir og batnar veðrið,“ segir Jón Þór. Engin slasast Þá aðstoðuðu björgunarsveitir einnig ferðamenn í vanda. „Það var kallað út nótt, björgunarsveitir á Héraði vegna fólks sem var í vandræðum í rútu á Fagradal og það voru níu manns sem þurfti að ferja niður á Egilsstaði. Það gekk að mér skilst bara nokkuð vel,“ segir Jón Þór. Til þessa hafi björgunarsveitir ekki þurft að sinna alvarlegum útköllum þar sem fólk hafi slasast eða verið í hættu. „Nei sem betur fer ekki og við vonum að svo verði áfram bara.“
Björgunarsveitir Bolungarvík Fjarðabyggð Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira