Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 11:09 Aðstandendur Ljósbrots á Cannes síðasta sumar. Getty Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í gær aðalverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem besta norræna mynd ársins. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg (GIFF) var haldin í 48. sinn í síðustu viku og lauk í gær með lokaathöfn þar sem Ljósbrot fékk hin virtu Drekaverðlaun fyrir bestu norrænu kvikmynd. Verðlaunafé að andvirði 400 þúsund sænskum krónum (rúmlega fimm milljónir íslenskra króna). Í umsögn dómnefndar segir að verðlaunin séu veitt fyrir „frábærlega útfærða sviðsetningu, viðkvæmni og fíngerðan léttleika auk óvæntrar upplífgandi lýsingar leikstjóra á sorg sem er skarplega túlkuð af fullkomnum ungum leikhópnum“. Þetta eru fjórtándu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots. Myndin fékk til að mynda aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló í september og síðasta sumar hlaut myndin standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Rúnar Rúnarsson leikstjóri var veðurtepptur á Íslandi og komast því ekki á lokahóf hátíðarinnar en Heather Millard framleiðandi myndarinnar veitti verðlaununum viðtöku. Í ræðu sinni þakkaði hún öllum þeim sem komu að gerð myndarinnar og gerðu hana að veraleika. „Kvikmyndir eru teymisvinna og hef ég verið lánsamur í gegnum tíðina að vinna með frábæru fólki. Ég er stoltur af þeim og því sem við höfum áorkað saman. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið á miklu skriði og hefur það aðeins geta gerst vegna þess að jarðvegurinn, sem varð til við samvinnu ráðamanna, einkaaðila og listafólks, er til staðar,“ sagði Rúnar í tilefni verðlaunanna. „En nú eru blikur á lofti og ef kvikmyndasjóður verður fjársveltur næstu ár að þá mun þetta mikla uppbyggingarstarf fara í súginn. Vona að ný ríkisstjórn vindi ofan af þessari þróun,“ sagði hann einnig. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg er ein helsta kvikmyndahátíð Norðurlandanna. Árlega sækja á annað þúsund fagaðilar úr kvikmyndabransanum hátíðina og gestir á sýningum eru á þriðja hundrað þúsund talsins. Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanareið tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Leikarar eru Elín Hall, Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Menning Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg (GIFF) var haldin í 48. sinn í síðustu viku og lauk í gær með lokaathöfn þar sem Ljósbrot fékk hin virtu Drekaverðlaun fyrir bestu norrænu kvikmynd. Verðlaunafé að andvirði 400 þúsund sænskum krónum (rúmlega fimm milljónir íslenskra króna). Í umsögn dómnefndar segir að verðlaunin séu veitt fyrir „frábærlega útfærða sviðsetningu, viðkvæmni og fíngerðan léttleika auk óvæntrar upplífgandi lýsingar leikstjóra á sorg sem er skarplega túlkuð af fullkomnum ungum leikhópnum“. Þetta eru fjórtándu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots. Myndin fékk til að mynda aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló í september og síðasta sumar hlaut myndin standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Rúnar Rúnarsson leikstjóri var veðurtepptur á Íslandi og komast því ekki á lokahóf hátíðarinnar en Heather Millard framleiðandi myndarinnar veitti verðlaununum viðtöku. Í ræðu sinni þakkaði hún öllum þeim sem komu að gerð myndarinnar og gerðu hana að veraleika. „Kvikmyndir eru teymisvinna og hef ég verið lánsamur í gegnum tíðina að vinna með frábæru fólki. Ég er stoltur af þeim og því sem við höfum áorkað saman. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið á miklu skriði og hefur það aðeins geta gerst vegna þess að jarðvegurinn, sem varð til við samvinnu ráðamanna, einkaaðila og listafólks, er til staðar,“ sagði Rúnar í tilefni verðlaunanna. „En nú eru blikur á lofti og ef kvikmyndasjóður verður fjársveltur næstu ár að þá mun þetta mikla uppbyggingarstarf fara í súginn. Vona að ný ríkisstjórn vindi ofan af þessari þróun,“ sagði hann einnig. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg er ein helsta kvikmyndahátíð Norðurlandanna. Árlega sækja á annað þúsund fagaðilar úr kvikmyndabransanum hátíðina og gestir á sýningum eru á þriðja hundrað þúsund talsins. Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanareið tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Leikarar eru Elín Hall, Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Menning Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein