Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður ríkisstjórnarflokksins Siumut. Vísir/Samsett Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður Siumut í þrjú ár sem myndaði landsstjórn með Inuit Ataqatigiit árið 2022. Hún var kjörinn annar varaformaður flokksins árið 2020. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún ræddi málefni Grænlands ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og Piu Hanson, forstöðumanni Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands. „Við erum eiginlega rétt að jafna okkur eftir erfiðan janúar. Danskir fjölmiðlar voru mikið að ræða nýársræðu landsstjórnarformannsins. Hann var að tala inn í sjálfstæðisbaráttunni og það var mikið einblínt á það. Svo kemur þetta út með Trump nokkrum dögum seinna. Síðan þá hefur maður verið að vinna á fullu við að reyna að komast að því hvað er að gerast og hvað hann er virkilega að meina,“ segir hún innt eftir því hvernig staðan blasi við henni. Bæti samningsstöðu Grænlendinga Inga Dóra segir þó að sér og Grænlendingum bregði við ummæli Bandaríkjaforseta en að það bæti þó samningsstöðu Grænlands við Danmörku. „Við stöndum miklu sterkari í samningaviðræðumvið dönsku ríkisstjórnina sem áður fyrr hefur verið svolítið hæg á sér þegar kemur að málefnum sem eru mikilvæg fyrir Grænland. Sérstaklega þessi stóru mál sem við höfum heyrt mikið um eins og lykkjumálið,“ segir hún. Inga Dóra segir það ljóst að samband Grænlands og Danmerkur sé ekki reist á jafningjagrundvelli. „Við erum ekki jafningjar í þessu ríkjasambandi,“ segir hún. „Óbreytt staða er ekki möguleiki. Við getum ekki haldið áfram að vera í þessu sambandi ef við erum ekki jafningjar,“ segir hún. Áhyggjur af skautun Framundan sé mikilla frétta að vænta frá Grænlandi. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í apríl og þá þarf einnig að halda þingkosningar fyrir sjötta apríl. Inga Dóra segir þetta vera erfitt tímabil fyrir flokkana að standa í kosningabaráttu en ljóst er að niðurstöðurnar geti verið þýðingamiklar fyrir framtíð landsins. „Það verður mjög spennandi að sjá hvað gerist þá,“ segir hún. Inga Dóra hefur jafnframt áhyggjur af aukinni skautun og sundrung í grænlensku samfélagi. Það segir hún spurð hvort vegi þyngra í umræðum um ríkjasambandið, viljinn til sjálfstæðis eða óvild í garð Dana. „Það eru margir sem eru að sýna hatur gegn hvort öðru. Þetta er að styrkjast rosalega mikið og er orðið svo svart og hvítt. Þessi klofningur í samfélaginu er á versta hugsanlegum tíma því vi' erum einmitt að fara í kosningabaráttu. Ég er að vonast til að fólk tali saman og skilji hversu alvarleg staða þetta er,“ segir hún. „Þetta er mjög alvarleg staða í Grænlandi og það verður að hreinsa loftið. Eftir kosningar vonast ég til að fólk hafi betri skilning,“ segir Inga Dóra. Erfitt að spá til um framtíðina Hún segir erfitt að segja til um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér fyrir Grænlendinga. „Við vitum allavega að við erum að fara í kosningabaráttu á versta mögulega tíma. Það verður náttúrlega sjálfstæðisbaráttan og málin með Bandaríkin og Danmörku hávært umræðuefni. Við erum að fara úr lágspennusvæði í háspennusvæði á norðurslóðum og það veldur okkur óhug. Fólk verður að taka afstöðu til þess og setja sig betur inn í málin,“ segir hún. Hún segir þó ljóst að mörg tækifæri standi Grænlendingum til boða haldi þeir vel á spöðunum. „Þetta er ekki varnarstaða heldur sóknarstaða fyrir Grænland til að nota þennan tíma í að fá sem mest út úr þessu ríkjasambandi.“ Grænland Sprengisandur Bandaríkin Donald Trump Danmörk Kosningar á Grænlandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður Siumut í þrjú ár sem myndaði landsstjórn með Inuit Ataqatigiit árið 2022. Hún var kjörinn annar varaformaður flokksins árið 2020. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún ræddi málefni Grænlands ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og Piu Hanson, forstöðumanni Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands. „Við erum eiginlega rétt að jafna okkur eftir erfiðan janúar. Danskir fjölmiðlar voru mikið að ræða nýársræðu landsstjórnarformannsins. Hann var að tala inn í sjálfstæðisbaráttunni og það var mikið einblínt á það. Svo kemur þetta út með Trump nokkrum dögum seinna. Síðan þá hefur maður verið að vinna á fullu við að reyna að komast að því hvað er að gerast og hvað hann er virkilega að meina,“ segir hún innt eftir því hvernig staðan blasi við henni. Bæti samningsstöðu Grænlendinga Inga Dóra segir þó að sér og Grænlendingum bregði við ummæli Bandaríkjaforseta en að það bæti þó samningsstöðu Grænlands við Danmörku. „Við stöndum miklu sterkari í samningaviðræðumvið dönsku ríkisstjórnina sem áður fyrr hefur verið svolítið hæg á sér þegar kemur að málefnum sem eru mikilvæg fyrir Grænland. Sérstaklega þessi stóru mál sem við höfum heyrt mikið um eins og lykkjumálið,“ segir hún. Inga Dóra segir það ljóst að samband Grænlands og Danmerkur sé ekki reist á jafningjagrundvelli. „Við erum ekki jafningjar í þessu ríkjasambandi,“ segir hún. „Óbreytt staða er ekki möguleiki. Við getum ekki haldið áfram að vera í þessu sambandi ef við erum ekki jafningjar,“ segir hún. Áhyggjur af skautun Framundan sé mikilla frétta að vænta frá Grænlandi. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í apríl og þá þarf einnig að halda þingkosningar fyrir sjötta apríl. Inga Dóra segir þetta vera erfitt tímabil fyrir flokkana að standa í kosningabaráttu en ljóst er að niðurstöðurnar geti verið þýðingamiklar fyrir framtíð landsins. „Það verður mjög spennandi að sjá hvað gerist þá,“ segir hún. Inga Dóra hefur jafnframt áhyggjur af aukinni skautun og sundrung í grænlensku samfélagi. Það segir hún spurð hvort vegi þyngra í umræðum um ríkjasambandið, viljinn til sjálfstæðis eða óvild í garð Dana. „Það eru margir sem eru að sýna hatur gegn hvort öðru. Þetta er að styrkjast rosalega mikið og er orðið svo svart og hvítt. Þessi klofningur í samfélaginu er á versta hugsanlegum tíma því vi' erum einmitt að fara í kosningabaráttu. Ég er að vonast til að fólk tali saman og skilji hversu alvarleg staða þetta er,“ segir hún. „Þetta er mjög alvarleg staða í Grænlandi og það verður að hreinsa loftið. Eftir kosningar vonast ég til að fólk hafi betri skilning,“ segir Inga Dóra. Erfitt að spá til um framtíðina Hún segir erfitt að segja til um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér fyrir Grænlendinga. „Við vitum allavega að við erum að fara í kosningabaráttu á versta mögulega tíma. Það verður náttúrlega sjálfstæðisbaráttan og málin með Bandaríkin og Danmörku hávært umræðuefni. Við erum að fara úr lágspennusvæði í háspennusvæði á norðurslóðum og það veldur okkur óhug. Fólk verður að taka afstöðu til þess og setja sig betur inn í málin,“ segir hún. Hún segir þó ljóst að mörg tækifæri standi Grænlendingum til boða haldi þeir vel á spöðunum. „Þetta er ekki varnarstaða heldur sóknarstaða fyrir Grænland til að nota þennan tíma í að fá sem mest út úr þessu ríkjasambandi.“
Grænland Sprengisandur Bandaríkin Donald Trump Danmörk Kosningar á Grænlandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira