Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar 3. febrúar 2025 07:00 Ein vinsælasta fréttin í íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið lítil leðurblaka sem fannst á förnum vegi í Reykjavík. Allsendis óljóst er hvernig leðurblakan laumaði sér til landsins, en lögregla var kölluð á staðinn. Leðurblakan náði að sleppa undan löggæslumönnum þann daginn en fannst að lokum af dýraþjónustunni tveim dögum seinna, var fönguð í net og svæfð svefninum langa. Annar laumufarþegi, lítill froskur frá Kólumbíu, fannst í lítilli blómabúð í Sheffield í norður Englandi eftir að hafa tekið sér far með afskornum blómum yfir hálfan hnöttinn. Froskurinn varð kveikja að rannsóknarverkefni um ágengar tegundir og áhættum þeim tengdum í tengslum við umhverfi, líffræðilega fjölbreytni og lífvarnir í innflutningslandi. Það er vel þekkt að óæskilegir puttalingar af ýmsu tagi ferðast með varningi og farartækjum um allan heim, þetta geta verið sjúkdómar í plöntum og dýrum, dýr með tvo, fjóra, sex, átta eða fleiri fætur, eða jafnvel enga fætur, með eða án vængja, sem síðan koma sér fyrir í nýjum heimkynnum og valda þar miklum usla. Með loftslagsbreytingum mun útbreiðsla margra skaðvalda aukast og færast norður í átt til heimskautanna að mati IPPC – milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Margir þessir skaðvaldar taka sér fram með plöntum og plöntuafurðum. Í Bretlandi eru nýleg dæmi um sjúkdóm í askartrjám (e. ash dieback) og vesputegund frá Asíu (e. asian hornet) sem hafa numið land og gert mönnum, öðrum dýrum og plöntum lífið leitt. Á Íslandi eru, með breyttu veðurfari og auknum ferðamannastraumi, að myndast tækifæri fyrir ýmsar tegundir sem slæðast með fólki og varningi til landsins að setjast að og nýta sér kjöraðstæður fyrir innrás í ný heimkynni. Ólíklegt er að stöku leðurblaka valdi miklum usla í íslensku umhverfi, en hins vegar herja birkikemba og birkiþéla, líklegir puttalingar í innfluttri mold, í auknu mæli á íslenska birkið með slæmum afleiðingum. Gulrótarflugan sem gæti hafa borist til landsins með innfluttu grænmeti er einnig farin að valda usla. Í þessu sem svo mörgu öðru er betra að birgja brunninn áður en lúsmýið dettur í hann. Þegar ágeng tegund hefur numið land og dreift sér er erfitt eða nær ómögulegt að losna við hana. Í fyrrnefndri rannsókn á innflutningi blóma til Hollands og Bretlands kom í ljós að þó utanumhald yfir skráningar væri ábótavant fundust 459 tegundir laumufarþega í Hollandi árið 2017. Á vefsíðu Defra, Umhverfis- og landbúnaðarráðuneytis Breta, eru skaðvaldar sem stöðvaðir eru í plöntusendingum skráðir vikulega og bara á einum mánuði í janúar 2025 fundust þeir í 28 sendingum. Í báðum þessum löndum voru skordýrategundir í miklum meirihluta af þeim skaðvöldum sem fundust. Matvælastofnun ber ábyrgð á eftirliti planta og plöntuafurða til Íslands. Í landsbundinni eftirlitsáætlun segir að eftirlit með innflutningi fari fram með skjalaskoðun á gögnum sem fylgja sendingum og að almennt sé ekki gerð vöruskoðun. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2000 er áætlað að einungis 4-5% plöntusendinga til Íslands séu skoðaðar. Engar uppýsingar eru aðgengilegar opinberlega um hversu oft laumufarþegar finnast eða eru stöðvaðir í sendingum og hvaða þjálfun starfsfólk fær í því að þekkja mismundandi áhættutegundir sem oft ferðast sem egg, eru falin í mold eða öðru undirlagi, eða liggja jafnvel í leyni í raufum og þarf þekkingu til að koma auga á. Í fyrrgreindri skýrslu sem er að verða 25 ára gömul segir að plönturæktendum hafi verið gert að annast og borga fyrir útrýmingu nýrra skaðvalda. Skýrslan setti fram tillögur um úrbætur á reglugerðum, betri upplýsingagjöf til almennings og ferðamanna um innflutningsreglur, aukna tíðni vöruskoðana og fé til útrýmingaraðgerða. Ekki er ljóst hvernig leðurblakan kom til landsins, en það að hún komst inn til miðborgar Reykjavíkur vekur spurningar um eftirlit á landamærum og hvort næg áhersla sé lögð á að stöðva skaðvalda sem koma til landsins sem laumufarþegar í bátum, bílum eða flugleiðis. Það þyrfti sannarlega að fjölga í liði lögreglu og dýraþjónustu landsins ef viðbrögð væru svipuð við tilkynningu um nýja skordýrategund sem væri 3 millimetrar að stærð, fjölgar sér um 20-30 einstaklinga á viku og flýgur á milli staða. Betri upplýsingagjöf af hálfu eftirlitsaðila til almennings, innflutningsfyrirtækja og ferðamanna um reglur, sem og uppfærðar fréttir af skaðvöldum sem stöðvaðir hafa verið, myndi auka meðvitund og minnka áhættu á innflutningi og landnámi ágengra tegunda. Höfundur er skordýrafræðingur og ráðgjafi í rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ein vinsælasta fréttin í íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið lítil leðurblaka sem fannst á förnum vegi í Reykjavík. Allsendis óljóst er hvernig leðurblakan laumaði sér til landsins, en lögregla var kölluð á staðinn. Leðurblakan náði að sleppa undan löggæslumönnum þann daginn en fannst að lokum af dýraþjónustunni tveim dögum seinna, var fönguð í net og svæfð svefninum langa. Annar laumufarþegi, lítill froskur frá Kólumbíu, fannst í lítilli blómabúð í Sheffield í norður Englandi eftir að hafa tekið sér far með afskornum blómum yfir hálfan hnöttinn. Froskurinn varð kveikja að rannsóknarverkefni um ágengar tegundir og áhættum þeim tengdum í tengslum við umhverfi, líffræðilega fjölbreytni og lífvarnir í innflutningslandi. Það er vel þekkt að óæskilegir puttalingar af ýmsu tagi ferðast með varningi og farartækjum um allan heim, þetta geta verið sjúkdómar í plöntum og dýrum, dýr með tvo, fjóra, sex, átta eða fleiri fætur, eða jafnvel enga fætur, með eða án vængja, sem síðan koma sér fyrir í nýjum heimkynnum og valda þar miklum usla. Með loftslagsbreytingum mun útbreiðsla margra skaðvalda aukast og færast norður í átt til heimskautanna að mati IPPC – milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Margir þessir skaðvaldar taka sér fram með plöntum og plöntuafurðum. Í Bretlandi eru nýleg dæmi um sjúkdóm í askartrjám (e. ash dieback) og vesputegund frá Asíu (e. asian hornet) sem hafa numið land og gert mönnum, öðrum dýrum og plöntum lífið leitt. Á Íslandi eru, með breyttu veðurfari og auknum ferðamannastraumi, að myndast tækifæri fyrir ýmsar tegundir sem slæðast með fólki og varningi til landsins að setjast að og nýta sér kjöraðstæður fyrir innrás í ný heimkynni. Ólíklegt er að stöku leðurblaka valdi miklum usla í íslensku umhverfi, en hins vegar herja birkikemba og birkiþéla, líklegir puttalingar í innfluttri mold, í auknu mæli á íslenska birkið með slæmum afleiðingum. Gulrótarflugan sem gæti hafa borist til landsins með innfluttu grænmeti er einnig farin að valda usla. Í þessu sem svo mörgu öðru er betra að birgja brunninn áður en lúsmýið dettur í hann. Þegar ágeng tegund hefur numið land og dreift sér er erfitt eða nær ómögulegt að losna við hana. Í fyrrnefndri rannsókn á innflutningi blóma til Hollands og Bretlands kom í ljós að þó utanumhald yfir skráningar væri ábótavant fundust 459 tegundir laumufarþega í Hollandi árið 2017. Á vefsíðu Defra, Umhverfis- og landbúnaðarráðuneytis Breta, eru skaðvaldar sem stöðvaðir eru í plöntusendingum skráðir vikulega og bara á einum mánuði í janúar 2025 fundust þeir í 28 sendingum. Í báðum þessum löndum voru skordýrategundir í miklum meirihluta af þeim skaðvöldum sem fundust. Matvælastofnun ber ábyrgð á eftirliti planta og plöntuafurða til Íslands. Í landsbundinni eftirlitsáætlun segir að eftirlit með innflutningi fari fram með skjalaskoðun á gögnum sem fylgja sendingum og að almennt sé ekki gerð vöruskoðun. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2000 er áætlað að einungis 4-5% plöntusendinga til Íslands séu skoðaðar. Engar uppýsingar eru aðgengilegar opinberlega um hversu oft laumufarþegar finnast eða eru stöðvaðir í sendingum og hvaða þjálfun starfsfólk fær í því að þekkja mismundandi áhættutegundir sem oft ferðast sem egg, eru falin í mold eða öðru undirlagi, eða liggja jafnvel í leyni í raufum og þarf þekkingu til að koma auga á. Í fyrrgreindri skýrslu sem er að verða 25 ára gömul segir að plönturæktendum hafi verið gert að annast og borga fyrir útrýmingu nýrra skaðvalda. Skýrslan setti fram tillögur um úrbætur á reglugerðum, betri upplýsingagjöf til almennings og ferðamanna um innflutningsreglur, aukna tíðni vöruskoðana og fé til útrýmingaraðgerða. Ekki er ljóst hvernig leðurblakan kom til landsins, en það að hún komst inn til miðborgar Reykjavíkur vekur spurningar um eftirlit á landamærum og hvort næg áhersla sé lögð á að stöðva skaðvalda sem koma til landsins sem laumufarþegar í bátum, bílum eða flugleiðis. Það þyrfti sannarlega að fjölga í liði lögreglu og dýraþjónustu landsins ef viðbrögð væru svipuð við tilkynningu um nýja skordýrategund sem væri 3 millimetrar að stærð, fjölgar sér um 20-30 einstaklinga á viku og flýgur á milli staða. Betri upplýsingagjöf af hálfu eftirlitsaðila til almennings, innflutningsfyrirtækja og ferðamanna um reglur, sem og uppfærðar fréttir af skaðvöldum sem stöðvaðir hafa verið, myndi auka meðvitund og minnka áhættu á innflutningi og landnámi ágengra tegunda. Höfundur er skordýrafræðingur og ráðgjafi í rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar