Söguleg skipun Agnesar Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 15:18 E. Agnes er nýr yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur Grímsson sinnti þeirri stöðu áður en hann var kjörinn á Alþingi. Vísir E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna. Þetta kemur fram í uppfærðum tengiliðalista fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölmiðlum barst síðdegis. Þar kemur fram að samhliða því að E. Agnes var skipuð yfirlögregluþjónn hafi Ævar Pálmi Pálmason tekið við starfi hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar glæpastarfsemi. Ævar Pálmi var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrota. Í tilkynningunni segir að Bylgja Hrönn Baldursdóttir hafi tekið við þeirri stöðu af honum. Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fimm hafi sótt um embætti yfirlögregluþjóns. Þá sé skipunin merkileg fyrir þær sakir að kona hafi aldrei áður gengt stöðunni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi sótti um Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Gunnar Rúnar að einn þeirra fimm sem sóttu um hefi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur hafi auk Agnesar verið þeir Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þórir Ingvarsson og áðurnefndur Ævar Pálmi Pálmason. Stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna skipulagðrar brotastarfsemi og kynferðisbrota hafi ekki verið auglýstar heldur hefði verið sett í þær tímabundið. Áratugareynsla Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipun Agnesar segir að hún búi yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hafi hafið störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes hafi starfað þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes hafi orðoð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrt lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún hafi þá tekið við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar brotastarfsemi og gegnt því starfi til síðustu mánaðamóta. „Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.“ Lögreglan Vistaskipti Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17 Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðum tengiliðalista fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölmiðlum barst síðdegis. Þar kemur fram að samhliða því að E. Agnes var skipuð yfirlögregluþjónn hafi Ævar Pálmi Pálmason tekið við starfi hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar glæpastarfsemi. Ævar Pálmi var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrota. Í tilkynningunni segir að Bylgja Hrönn Baldursdóttir hafi tekið við þeirri stöðu af honum. Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fimm hafi sótt um embætti yfirlögregluþjóns. Þá sé skipunin merkileg fyrir þær sakir að kona hafi aldrei áður gengt stöðunni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi sótti um Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Gunnar Rúnar að einn þeirra fimm sem sóttu um hefi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur hafi auk Agnesar verið þeir Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þórir Ingvarsson og áðurnefndur Ævar Pálmi Pálmason. Stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna skipulagðrar brotastarfsemi og kynferðisbrota hafi ekki verið auglýstar heldur hefði verið sett í þær tímabundið. Áratugareynsla Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipun Agnesar segir að hún búi yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hafi hafið störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes hafi starfað þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes hafi orðoð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrt lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún hafi þá tekið við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar brotastarfsemi og gegnt því starfi til síðustu mánaðamóta. „Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.“
Lögreglan Vistaskipti Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17 Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17
Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31
Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27