Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 17:01 Starfsmönnum USAID var gert að halda sig heima í dag en þeir komu að læstum dyrum í morgun. AP/Carolyn Kaster Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from gkliger@usaid.gov. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from gkliger@usaid.gov. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent