Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. febrúar 2025 07:03 Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Sjá meira
Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar