Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 08:30 „Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti formaður flokksins. „Guðrún hefur af krafti, dugnaði og framsýni komið inn í íslenzk stjórnmál og óhikað barizt fyrir bættu samfélagi með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi,“ segir enn fremur í ályktun sjálfstæðisfélaganna í Árborg. Hliðstætt kemur fram í ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi þar sem lýst er yfir stuðningi við Guðrúnu, hún hvött til þess að bjóða sig fram til formanns og sjálfstæðismenn að sama skapi hvattir til þess „að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.“ „Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslenzku samfélagi og hefur hún ávallt barizt fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir enn fremur í stuðningsyfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins Ægis. „Nú skiptir máli að sameina flokkinn og teljum við að reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu nýtist flokksstarfinu vel og hún geti styrkt stöðu flokksins á landsvísu,“ segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Grindavíkur þar sem lýst er yfir stuðningi við að Guðrún bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Sjálfstæðisfélagið, Félag ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftsfellssýslu einnig lýst yfir stuðningi við Guðrúnu sem næsta formann. Einnig segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar: „Á þessum tíma í sögu flokksins skiptir máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameinar flokkinn og þorir að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu.“ Fram kemur í ályktun Sjálfstæðisfélags Hveragerðis að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“ Enn fremur hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé. Þá segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar: „Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti formaður flokksins. „Guðrún hefur af krafti, dugnaði og framsýni komið inn í íslenzk stjórnmál og óhikað barizt fyrir bættu samfélagi með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi,“ segir enn fremur í ályktun sjálfstæðisfélaganna í Árborg. Hliðstætt kemur fram í ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi þar sem lýst er yfir stuðningi við Guðrúnu, hún hvött til þess að bjóða sig fram til formanns og sjálfstæðismenn að sama skapi hvattir til þess „að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.“ „Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslenzku samfélagi og hefur hún ávallt barizt fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir enn fremur í stuðningsyfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins Ægis. „Nú skiptir máli að sameina flokkinn og teljum við að reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu nýtist flokksstarfinu vel og hún geti styrkt stöðu flokksins á landsvísu,“ segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Grindavíkur þar sem lýst er yfir stuðningi við að Guðrún bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Sjálfstæðisfélagið, Félag ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftsfellssýslu einnig lýst yfir stuðningi við Guðrúnu sem næsta formann. Einnig segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar: „Á þessum tíma í sögu flokksins skiptir máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameinar flokkinn og þorir að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu.“ Fram kemur í ályktun Sjálfstæðisfélags Hveragerðis að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“ Enn fremur hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé. Þá segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar: „Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun