Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 14:00 Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér. Þessi rannsókn skapar enga hættu fyrir einstakt lífríki Hvalfjarðar. Magn og styrkur basans sem notast verður við er afar lítill við blöndun í sjó og er t.d. lægri en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa að staðaldri. Hjá þeim er starfsemin allan ársins hring en í okkar tilviki er um að ræða tímabundin áhrif á litlu svæði sem standa mun yfir í að hámarki fjóra daga. Við munum vakta áhrifin með samfelldum mælingum og sýnatökum. Þá er það fyrsta mat Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt viðtali sem birtist á Vísi í dag, að ekkert bendi til að rannsóknin geti valdið skaða á firðinum. Fram í viðtalinu að stofnunin hyggist leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga við vinnslu á endanlegri umsögn sinni um veitingu rannsóknarleyfis til verkefnisins og er það vel. Í áðurnefndri grein er varpað fram efasemdum um aðkomu Hafrannsóknastofnunar að grunnrannsóknum í firðinum sem styrktar voru af Röst. Sem óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun, þótti okkur eðlilegt að leitast eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda er þar að finna helstu sérfræðinga á sviði hafrannsókna hér á landi. Stofnunin er ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri en hefur eins og áður segir unnið mikilvægar grunnrannsóknir á haffræði og líffræði fjarðarins. Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem best er til þess fallin að framkvæma slíkar rannsóknir. Rannsóknir af þessu tagi eru kostnaðarsamar og það var af þeirri ástæðu sem Röst styrkti Hafrannsóknastofnun til þess að vinna þessa mikilvægu grunnvinnu. Greinarhöfundur bendir einnig á að Röst hafi nýlega ráðið til sín sérfræðing frá stofnuninni. Það er rétt og var send út fréttatilkynning vegna ráðningarinnar. Það eru ekki margir aðrir staðir sem vísindafólk á sviði sjávarrannsóknar getur starfað og byggt upp þekkingu sína. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar þekkir aðstæður við Íslandsstrendur betur en nokkur annar og það er dýrmætt að geta nýtt þekkingu þess. Rannsóknarleyfisumsókn Rastar er öllum opin og fjallað hefur verið um verkefnið í fjölda fréttatilkynninga sem birtar hafa verið í innlendum fjölmiðlum, á heimasíðu Rastar og með fræðslumyndböndum á YouTube. Samtöl við hagsmunaaðila hófust vorið 2024, rúmu ári áður en fyrirhugað er að rannsóknin fari fram, en síðan þá hafa verið haldnir fjölmargir kynningarfundir, m.a. annars með öllum viðeigandi ráðuneytum og leyfisveitingaraðilum, helstu náttúruverndarsamtökum, leigutökum Laxár í Kjós ásamt bæði sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, auk íbúafundar í maí sumarið 2024 og opinni málstofu með Háskóla Íslands. Til þess að auka aðkomu heimamanna var ákveðið að bjóða sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að tilnefna fulltrúa í stjórn Rastar. Okkur yfirsást hins vegar að bjóða sveitarfélaginu Kjósarhreppi að tilnefna fulltrúa. Á stjórnarfundi Rastar í byrjun janúar var því tekin sú ákvörðun að bjóða sveitarfélögunum báðum að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn. Sú breyting verður gerð á aðalfundi félagsins í vor. Að lokum er mikilvægt að fram komi að markmiðið með þessum rannsóknum öllum er að öðlast betri skilning á því hvort í framtíðinni verði hægt að magna upp náttúruleg ferli til auka getu hafsins til að taka upp koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Slíkt myndi þó ekki fara fram í Hvalfirði heldur líklega í úthöfunum. Aðeins er verið að vinna með hagstæðar aðstæður í Hvalfirði til rannsókna. Röst sjávarrannsóknarsetur er sjálft ekki með nein áform um að selja vöru, hvorki kolefniseiningar né upprunaskírteini, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að stunda vísindarannsóknir. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verða gerð aðgengileg opinberlega. Ef aðferðin reynist virka verður það ekki Röst sem mun hagnýta eða hagnast á henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Rastar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér. Þessi rannsókn skapar enga hættu fyrir einstakt lífríki Hvalfjarðar. Magn og styrkur basans sem notast verður við er afar lítill við blöndun í sjó og er t.d. lægri en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa að staðaldri. Hjá þeim er starfsemin allan ársins hring en í okkar tilviki er um að ræða tímabundin áhrif á litlu svæði sem standa mun yfir í að hámarki fjóra daga. Við munum vakta áhrifin með samfelldum mælingum og sýnatökum. Þá er það fyrsta mat Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt viðtali sem birtist á Vísi í dag, að ekkert bendi til að rannsóknin geti valdið skaða á firðinum. Fram í viðtalinu að stofnunin hyggist leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga við vinnslu á endanlegri umsögn sinni um veitingu rannsóknarleyfis til verkefnisins og er það vel. Í áðurnefndri grein er varpað fram efasemdum um aðkomu Hafrannsóknastofnunar að grunnrannsóknum í firðinum sem styrktar voru af Röst. Sem óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun, þótti okkur eðlilegt að leitast eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda er þar að finna helstu sérfræðinga á sviði hafrannsókna hér á landi. Stofnunin er ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri en hefur eins og áður segir unnið mikilvægar grunnrannsóknir á haffræði og líffræði fjarðarins. Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem best er til þess fallin að framkvæma slíkar rannsóknir. Rannsóknir af þessu tagi eru kostnaðarsamar og það var af þeirri ástæðu sem Röst styrkti Hafrannsóknastofnun til þess að vinna þessa mikilvægu grunnvinnu. Greinarhöfundur bendir einnig á að Röst hafi nýlega ráðið til sín sérfræðing frá stofnuninni. Það er rétt og var send út fréttatilkynning vegna ráðningarinnar. Það eru ekki margir aðrir staðir sem vísindafólk á sviði sjávarrannsóknar getur starfað og byggt upp þekkingu sína. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar þekkir aðstæður við Íslandsstrendur betur en nokkur annar og það er dýrmætt að geta nýtt þekkingu þess. Rannsóknarleyfisumsókn Rastar er öllum opin og fjallað hefur verið um verkefnið í fjölda fréttatilkynninga sem birtar hafa verið í innlendum fjölmiðlum, á heimasíðu Rastar og með fræðslumyndböndum á YouTube. Samtöl við hagsmunaaðila hófust vorið 2024, rúmu ári áður en fyrirhugað er að rannsóknin fari fram, en síðan þá hafa verið haldnir fjölmargir kynningarfundir, m.a. annars með öllum viðeigandi ráðuneytum og leyfisveitingaraðilum, helstu náttúruverndarsamtökum, leigutökum Laxár í Kjós ásamt bæði sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, auk íbúafundar í maí sumarið 2024 og opinni málstofu með Háskóla Íslands. Til þess að auka aðkomu heimamanna var ákveðið að bjóða sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að tilnefna fulltrúa í stjórn Rastar. Okkur yfirsást hins vegar að bjóða sveitarfélaginu Kjósarhreppi að tilnefna fulltrúa. Á stjórnarfundi Rastar í byrjun janúar var því tekin sú ákvörðun að bjóða sveitarfélögunum báðum að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn. Sú breyting verður gerð á aðalfundi félagsins í vor. Að lokum er mikilvægt að fram komi að markmiðið með þessum rannsóknum öllum er að öðlast betri skilning á því hvort í framtíðinni verði hægt að magna upp náttúruleg ferli til auka getu hafsins til að taka upp koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Slíkt myndi þó ekki fara fram í Hvalfirði heldur líklega í úthöfunum. Aðeins er verið að vinna með hagstæðar aðstæður í Hvalfirði til rannsókna. Röst sjávarrannsóknarsetur er sjálft ekki með nein áform um að selja vöru, hvorki kolefniseiningar né upprunaskírteini, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að stunda vísindarannsóknir. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verða gerð aðgengileg opinberlega. Ef aðferðin reynist virka verður það ekki Röst sem mun hagnýta eða hagnast á henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Rastar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun