Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2025 08:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og félagar hans úr Seðlabankanum munu gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er þriðja stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í nóvember voru vextirnir lækkaðir um 50 punkta. Fram kemur að allir nefndarmenn hafi stutt þessa ákvörðun. „Verðbólga hefur haldið áfram að hjaðna og var 4,6% í janúar. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Útlit er fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á næstu mánuðum. Hægt hefur á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og spennan í þjóðarbúinu er í rénun. Dregið hefur úr umsvifum á húsnæðismarkaði og hægt á hækkun húsnæðisverðs. Vísbendingar eru þó um að krafturinn í þjóðarbúinu sé meiri en bráðabirgðatölur þjóðhagsreikninga gefa til kynna og áfram mælist nokkur hækkun launakostnaðar. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað er enn verðbólguþrýstingur til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist aukin óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Í takti við spár Greiningardeildir Landsbankans og Íslandsbanka spáðu því báðar í síðustu viku að peningastefnunefnd myndi lækka vextina um 50 punkta í þetta skiptið. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, munu gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,75 Lán gegn veði til 7 daga 8,75% Innlán bundin í 7 daga 8,00% Viðskiptareikningar 7,75% Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. 30. janúar 2025 13:57 Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. 31. janúar 2025 13:54 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er þriðja stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í nóvember voru vextirnir lækkaðir um 50 punkta. Fram kemur að allir nefndarmenn hafi stutt þessa ákvörðun. „Verðbólga hefur haldið áfram að hjaðna og var 4,6% í janúar. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Útlit er fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á næstu mánuðum. Hægt hefur á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og spennan í þjóðarbúinu er í rénun. Dregið hefur úr umsvifum á húsnæðismarkaði og hægt á hækkun húsnæðisverðs. Vísbendingar eru þó um að krafturinn í þjóðarbúinu sé meiri en bráðabirgðatölur þjóðhagsreikninga gefa til kynna og áfram mælist nokkur hækkun launakostnaðar. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað er enn verðbólguþrýstingur til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist aukin óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Í takti við spár Greiningardeildir Landsbankans og Íslandsbanka spáðu því báðar í síðustu viku að peningastefnunefnd myndi lækka vextina um 50 punkta í þetta skiptið. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, munu gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,75 Lán gegn veði til 7 daga 8,75% Innlán bundin í 7 daga 8,00% Viðskiptareikningar 7,75%
Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. 30. janúar 2025 13:57 Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. 31. janúar 2025 13:54 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. 30. janúar 2025 13:57
Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. 31. janúar 2025 13:54
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur