Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:25 Donald Trump og Benjamín Netanjahú í Washington DC í gær. AP/Alex Brandon Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“. Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“.
Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50
UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42
Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“