Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 12:03 Frá blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í gær. Getty Images/Chip Somodevilla Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að Bandaríkin myndu taka yfir Gasa, eignast landsvæðið og gera úr því glæsibaðströnd Miðausturlanda. Þá hefði hann í hyggju að flytja á brott Palestínumenn sem búa á Gasa og mögulega með hervaldi. Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir að með þessari yfirlýsingu sé úti um tveggja ríkja stefnuna, sem hafi þó meira verið í orði en á borði. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti fram yfirlýsingar um yfirtöku á Gasa á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þegar Trump var spurður hvort hann hygðist senda Bandaríska hermenn til Gasa þá svaraði hann því til að hann myndi gera það sem nauðsynlegt þætti til að eignast landsvæðið. Bandaríkjamenn myndu í kjölfarið hreinsa svæðið, ráðast í uppbyggingu og gera Gasa að stað sem Mið-Austurlönd gætu orðið stolt af og talaði um glæsibaðströnd eða „rivíeru“ í því samhengi. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum. „Þetta eru í besta falli þvingaðir fólksflutningar en þetta mætti líka kalla „etníska“ hreinsun á borð við það sem er oft í aðdraganda þjóðarmorðs, ef maður vill halda því fram að það hafi ekki átt sér stað hingað til. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing og með margþættar afleiðingar. Það hefur auðvitað lengi verið reynt að þvinga Palestínumenn burt úr sínu landi. Þessi yfirlýsing segir bara að Bandaríkin muni styðja Ísrael í því að taka þetta svæði algjörlega yfir.“ Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Trump fer fram á að Egyptaland, Jórdanía og fleiri nágrannaríki taki við Palestínumönnum. Silja segir það brjóta gegn fullveldisrétti ríkjanna að ætla þeim að taka við og útvega landsvæði undir milljónir íbúa frá öðru ríki. „Komi nágrannaríkin eins og Egyptaland, eða Jórdanía til móts við þessa kröfu þá skapa þau aðstæður í sínum heimaríkjum sem myndu setja þeirra stjórnkerfi í uppnám því á þetta yrði ekki litið sem neitt annað en þjónkun við Ísraelsríki.“ Fram til þessa hafa Bandaríkin talað fyrir tveggja ríkja stefnunni. „Hún hefur svo sem verið meira í orði en á borði hingað til en allavega hafa Palestínumenn getað unnið að sínu markmiði að verða fullvalda ríki innan þess ramma en það er ekki lengur í boði miðað við þetta,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor. Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25 Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti fram yfirlýsingar um yfirtöku á Gasa á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þegar Trump var spurður hvort hann hygðist senda Bandaríska hermenn til Gasa þá svaraði hann því til að hann myndi gera það sem nauðsynlegt þætti til að eignast landsvæðið. Bandaríkjamenn myndu í kjölfarið hreinsa svæðið, ráðast í uppbyggingu og gera Gasa að stað sem Mið-Austurlönd gætu orðið stolt af og talaði um glæsibaðströnd eða „rivíeru“ í því samhengi. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum. „Þetta eru í besta falli þvingaðir fólksflutningar en þetta mætti líka kalla „etníska“ hreinsun á borð við það sem er oft í aðdraganda þjóðarmorðs, ef maður vill halda því fram að það hafi ekki átt sér stað hingað til. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing og með margþættar afleiðingar. Það hefur auðvitað lengi verið reynt að þvinga Palestínumenn burt úr sínu landi. Þessi yfirlýsing segir bara að Bandaríkin muni styðja Ísrael í því að taka þetta svæði algjörlega yfir.“ Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Trump fer fram á að Egyptaland, Jórdanía og fleiri nágrannaríki taki við Palestínumönnum. Silja segir það brjóta gegn fullveldisrétti ríkjanna að ætla þeim að taka við og útvega landsvæði undir milljónir íbúa frá öðru ríki. „Komi nágrannaríkin eins og Egyptaland, eða Jórdanía til móts við þessa kröfu þá skapa þau aðstæður í sínum heimaríkjum sem myndu setja þeirra stjórnkerfi í uppnám því á þetta yrði ekki litið sem neitt annað en þjónkun við Ísraelsríki.“ Fram til þessa hafa Bandaríkin talað fyrir tveggja ríkja stefnunni. „Hún hefur svo sem verið meira í orði en á borði hingað til en allavega hafa Palestínumenn getað unnið að sínu markmiði að verða fullvalda ríki innan þess ramma en það er ekki lengur í boði miðað við þetta,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor.
Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25 Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25
Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent