Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. febrúar 2025 06:02 Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð. Er Sjálfstæðisflokkurinn hjartalaus? Við hvalveiðar eru háþróuð, lifandi spendýr, með andlegt og líkamlegt skyn, svipað og við menn, sprengd og tætt, limlest til dauða, en þetta virðist ekkert mál fyrir Sjálfstæðismenn. Eru þar Sjálstæðiskonur meðtaldar. Í hópi stuðningsmanna hvalveiða voru/eru greinilega, fyrir mér undarlegt nokk, líka Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna. Kvenlegt tilfinnganæmi þar af skornum skammti. Stundum spyr ég mig, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé hjartalaus stjórnmálaflokkur. Gilda þar bara peningar, efnaleg gildi, eiginhagsmunir, frelsi til eigin þarfa og óska, á gagnkvæmum grundvelli? Alla vega hefur hann lítið eða ekkert gert með dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, þarfir og neyð annarra, undir núverandi forustu. Stjórnmál ættu þó að snúast um framtíð jarðarinnar, lífríks þess og heill alls mannkyns. Föðurbróðir stjórnarformaður Við þetta bætist, að ættimenni Bjarna hafa verið tengd Hval, verið hluthafar og/eða hagsmunaaðilar þar, t.a.m. var föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Hvals. Flestir hefðu talið, að samband Bjarna við Hval hafi verið svo náið, að hann - sem stjórnmála- og valdamaður – hafi ekki verið hæfur til að fara með málefni félagsins, hvað þá að veita þeim harðlega umdeilt og krítískt veiðileyfi. Tók sér vald, sem hann hafði ekki Allra sízt hefði slík leyfisveiting átt að eiga sér stað í starfsstjórn, þar sem stjórnarflokkarnir Bjarna, D og B, voru að enda við að tapa 10 þingsætum í kosningum, og höfðu eftir það aðeins 19 þingsæti, af 63, á bak við sig. Höfðu glatað öllu trausti og stóðu í raun uppi valda- og umboðslausir. Við bætist, að flokkarnir, sem unnu þingkosningarnar 30. nóvember, S, C og FF, með 36 þingsætum, og ljóst var, að myndu mynda nýja ríkisstjón, hinir raunverulegu nýju valdhafar, höfðu allir lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Til viðbótar við þetta allt kom svo það, að fyrir lág, að starfshópur, sem var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, hefði það verkefni að skoða og gera heildstæða úttekt á hvalveiðum, lagaumhverfi þeirra, bæði með tilliti til veiðanna (sem er frá 1949) og velferðar dýranna (lög um velferð dýra frá 2013), myndi skila niðurstöðum í febrúar 2025. Afstaða meirihluta þjóðarinnar hunzuð Hér skal líka rifjað upp, að síðasta skoðanakönnun Maskínu sýnir, að 51% þjóðarinnar er andvígt hvalveiðum, en aðeins 29% hlynnt. Hefði ekki mátt ætlast til þess, að Bjarni hefði eitthvað gert með skoðanir og vilja fólksins í landinu? Greinilega ekki. Hvað hefðu ábyrgir og heiðarlegir menn gert? Allir menn með lágmarks sómakennd, allir ábyrgir og heiðarlegur menn, hefðu í þeirri stöðu, sem hér hefur verið lýst, í byrjun desember í fyrra, látið leyfisumsókn Hvals bíða afgreiðslu þar til ný og réttkjörin ríkisstjórn hefði tekið við og/eða niðurstaða hefði fengizt frá starfshópnum um stöðu og framtíð hvalveiða. Fyrir veiðarnar sjálfar - ef leyfi hefði þá yfir höfuð verið veitt, af réttum valdhöfum, sem er afar ósennilegt - hefði þetta engu máli skipt, þar sem undirbúningur þarf ekki að hefjast fyrr en í marz/apríl, en veiðarnar hafa venjulega hafizt seint í júní. Fagráð um velferð dýra staðfesti dýraníð 8. maí 2023 birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með fólskulegum- og skelfilegum hætti, stórfellt dýraníð á háþróuðum spendýrum framið, en hvalir eru sambærilegir við fíla, meðal landdýra, að allri gerð, skyni, tilfinningum og lífsháttum. Fjölskyldur lifa saman í hópum. Fór um alla góða menn, sem skoðuðu þessa skýrslu. Grétu sumir, Inga Sæland, en þó greinilega ekki Bjarni Ben. Um þessa skýrslu varðaði hann greinilega lítið, hvað þá um hryllilegar limlestingar og kvalræði háþróaðra dýra. Ekki hef ég séð, hversu margar hvalkýr voru drepnar, en sumar þeirra hafa verið með kálf í kviði, og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við dráp móður. Skýrsla MAST for svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. Maí, 2023, og kom niðurstaða frá Fagráði 16. júní: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð, sem beitt er við veiðar stórhvela, samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Var dýraníðið þannig staðfest. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það teldi, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Stöðva verður veiðar Undirritaður treystir því því, að ný ríkisstjórn dragi til baka þessa leyfisveitingu, eða banni einfaldlega hvalveiðar á grundvelli lagafrumvarps Andrésar Inga, frá því í fyrra, annars vegar í samræmi við þá stefnu, sem hún stendur fyrir og var kosin út á, og, hins vegar, þar sem leyfisveitingin stenzt stjórnarfarslega illa eða alls ekki og vondur þefur klíkuskapar og spillingar er af leyfisveitingunni. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð. Er Sjálfstæðisflokkurinn hjartalaus? Við hvalveiðar eru háþróuð, lifandi spendýr, með andlegt og líkamlegt skyn, svipað og við menn, sprengd og tætt, limlest til dauða, en þetta virðist ekkert mál fyrir Sjálfstæðismenn. Eru þar Sjálstæðiskonur meðtaldar. Í hópi stuðningsmanna hvalveiða voru/eru greinilega, fyrir mér undarlegt nokk, líka Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna. Kvenlegt tilfinnganæmi þar af skornum skammti. Stundum spyr ég mig, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé hjartalaus stjórnmálaflokkur. Gilda þar bara peningar, efnaleg gildi, eiginhagsmunir, frelsi til eigin þarfa og óska, á gagnkvæmum grundvelli? Alla vega hefur hann lítið eða ekkert gert með dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, þarfir og neyð annarra, undir núverandi forustu. Stjórnmál ættu þó að snúast um framtíð jarðarinnar, lífríks þess og heill alls mannkyns. Föðurbróðir stjórnarformaður Við þetta bætist, að ættimenni Bjarna hafa verið tengd Hval, verið hluthafar og/eða hagsmunaaðilar þar, t.a.m. var föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Hvals. Flestir hefðu talið, að samband Bjarna við Hval hafi verið svo náið, að hann - sem stjórnmála- og valdamaður – hafi ekki verið hæfur til að fara með málefni félagsins, hvað þá að veita þeim harðlega umdeilt og krítískt veiðileyfi. Tók sér vald, sem hann hafði ekki Allra sízt hefði slík leyfisveiting átt að eiga sér stað í starfsstjórn, þar sem stjórnarflokkarnir Bjarna, D og B, voru að enda við að tapa 10 þingsætum í kosningum, og höfðu eftir það aðeins 19 þingsæti, af 63, á bak við sig. Höfðu glatað öllu trausti og stóðu í raun uppi valda- og umboðslausir. Við bætist, að flokkarnir, sem unnu þingkosningarnar 30. nóvember, S, C og FF, með 36 þingsætum, og ljóst var, að myndu mynda nýja ríkisstjón, hinir raunverulegu nýju valdhafar, höfðu allir lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Til viðbótar við þetta allt kom svo það, að fyrir lág, að starfshópur, sem var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, hefði það verkefni að skoða og gera heildstæða úttekt á hvalveiðum, lagaumhverfi þeirra, bæði með tilliti til veiðanna (sem er frá 1949) og velferðar dýranna (lög um velferð dýra frá 2013), myndi skila niðurstöðum í febrúar 2025. Afstaða meirihluta þjóðarinnar hunzuð Hér skal líka rifjað upp, að síðasta skoðanakönnun Maskínu sýnir, að 51% þjóðarinnar er andvígt hvalveiðum, en aðeins 29% hlynnt. Hefði ekki mátt ætlast til þess, að Bjarni hefði eitthvað gert með skoðanir og vilja fólksins í landinu? Greinilega ekki. Hvað hefðu ábyrgir og heiðarlegir menn gert? Allir menn með lágmarks sómakennd, allir ábyrgir og heiðarlegur menn, hefðu í þeirri stöðu, sem hér hefur verið lýst, í byrjun desember í fyrra, látið leyfisumsókn Hvals bíða afgreiðslu þar til ný og réttkjörin ríkisstjórn hefði tekið við og/eða niðurstaða hefði fengizt frá starfshópnum um stöðu og framtíð hvalveiða. Fyrir veiðarnar sjálfar - ef leyfi hefði þá yfir höfuð verið veitt, af réttum valdhöfum, sem er afar ósennilegt - hefði þetta engu máli skipt, þar sem undirbúningur þarf ekki að hefjast fyrr en í marz/apríl, en veiðarnar hafa venjulega hafizt seint í júní. Fagráð um velferð dýra staðfesti dýraníð 8. maí 2023 birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með fólskulegum- og skelfilegum hætti, stórfellt dýraníð á háþróuðum spendýrum framið, en hvalir eru sambærilegir við fíla, meðal landdýra, að allri gerð, skyni, tilfinningum og lífsháttum. Fjölskyldur lifa saman í hópum. Fór um alla góða menn, sem skoðuðu þessa skýrslu. Grétu sumir, Inga Sæland, en þó greinilega ekki Bjarni Ben. Um þessa skýrslu varðaði hann greinilega lítið, hvað þá um hryllilegar limlestingar og kvalræði háþróaðra dýra. Ekki hef ég séð, hversu margar hvalkýr voru drepnar, en sumar þeirra hafa verið með kálf í kviði, og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við dráp móður. Skýrsla MAST for svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. Maí, 2023, og kom niðurstaða frá Fagráði 16. júní: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð, sem beitt er við veiðar stórhvela, samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Var dýraníðið þannig staðfest. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það teldi, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Stöðva verður veiðar Undirritaður treystir því því, að ný ríkisstjórn dragi til baka þessa leyfisveitingu, eða banni einfaldlega hvalveiðar á grundvelli lagafrumvarps Andrésar Inga, frá því í fyrra, annars vegar í samræmi við þá stefnu, sem hún stendur fyrir og var kosin út á, og, hins vegar, þar sem leyfisveitingin stenzt stjórnarfarslega illa eða alls ekki og vondur þefur klíkuskapar og spillingar er af leyfisveitingunni. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun