Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2025 20:06 Knútur og Helena, eigendur Friðheima, sem þurfa að borga vel yfir 10 milljónir króna á hverjum mánuði vegna raflýsingar í gróðurhúsunum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón með garðyrkjustöð í Uppsveitum Árnessýslu þurfa að greiða vel yfir tíu milljónir króna á mánuði vegna rafmagns í gróðurhúsum sínum. Þau óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu hætta að rækta íslenskt grænmeti vegna háa raforkuverðsins, sem sé að sliga bændur. Á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð eru þau Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn með myndarlega ylræktarstöð þar sem þau rækta tómata, gúrkur og fleira íslenskt grænmeti, auk þess að taka á móti ferðamönnum í gróðurhúsinu. Rafmagnsreikningurinn hjá garðyrkjubændum, sem stunda ylrækt hækkað um 25% um síðustu áramót. „Rafmagnsmálin eru náttúrulega í grafalvarlegir stöðu og við erum einhvern vegin komin með ótrúlegan veruleika á Íslandi þar sem að orkan, rafmagnið, sem við héldum og höfum alltaf reiknað með að yrði á sanngjörnu verði. Rafmagnsverð á Íslandi er bara að nálgast það verð, sem er í Evrópu því það hafa orðið svo miklar hækkanir á okkur núna síðustu árin og sérstaklega núna um áramótin þegar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hækkað um 25 prósent,” segir Knútur. Það þýðir að nú þurfa eigendur Friðheima að borga rúmlega 10 milljónir króna í rafmagnsreikning um hver mánaðarmót. Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson En heldur Knútur að einhverjir muni hætta eða gefast upp? „Ef að ekki verður breyting þarna og lagfæring þá mun það gerast, það er alveg ljóst,” segir Knútur og bætir við. Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi á Friðheimum, sem óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu gefast upp vegna háa raforkuverðsins, sem er að sliga marga þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslensk garðyrkja er náttúrulega atvinnugrein, sem við eigum að vera stolt af og við erum að nýta okkar grænu orku og við erum að nýta okkar náttúruauðlindar til þess að búa til hollan og góðan mat fyrir okkur sjálf og það er ótrúlegt ef svona pólitískt umhverfi í kringum rafmagnsmálin á Íslandi ætli að fara að ýta þessari atvinnugrein út af markaði.” En á Knútur einhver skilaboð til nýrrar ríkisstjórnar? „Já, koma bara strax til verka því það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við því að þetta er allt að gerast núna. Við fengum á okkur risa hækkun núna 1. janúar, þannig að þarf að bregðast hratt við.” Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Orkumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð eru þau Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn með myndarlega ylræktarstöð þar sem þau rækta tómata, gúrkur og fleira íslenskt grænmeti, auk þess að taka á móti ferðamönnum í gróðurhúsinu. Rafmagnsreikningurinn hjá garðyrkjubændum, sem stunda ylrækt hækkað um 25% um síðustu áramót. „Rafmagnsmálin eru náttúrulega í grafalvarlegir stöðu og við erum einhvern vegin komin með ótrúlegan veruleika á Íslandi þar sem að orkan, rafmagnið, sem við héldum og höfum alltaf reiknað með að yrði á sanngjörnu verði. Rafmagnsverð á Íslandi er bara að nálgast það verð, sem er í Evrópu því það hafa orðið svo miklar hækkanir á okkur núna síðustu árin og sérstaklega núna um áramótin þegar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hækkað um 25 prósent,” segir Knútur. Það þýðir að nú þurfa eigendur Friðheima að borga rúmlega 10 milljónir króna í rafmagnsreikning um hver mánaðarmót. Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson En heldur Knútur að einhverjir muni hætta eða gefast upp? „Ef að ekki verður breyting þarna og lagfæring þá mun það gerast, það er alveg ljóst,” segir Knútur og bætir við. Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi á Friðheimum, sem óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu gefast upp vegna háa raforkuverðsins, sem er að sliga marga þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslensk garðyrkja er náttúrulega atvinnugrein, sem við eigum að vera stolt af og við erum að nýta okkar grænu orku og við erum að nýta okkar náttúruauðlindar til þess að búa til hollan og góðan mat fyrir okkur sjálf og það er ótrúlegt ef svona pólitískt umhverfi í kringum rafmagnsmálin á Íslandi ætli að fara að ýta þessari atvinnugrein út af markaði.” En á Knútur einhver skilaboð til nýrrar ríkisstjórnar? „Já, koma bara strax til verka því það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við því að þetta er allt að gerast núna. Við fengum á okkur risa hækkun núna 1. janúar, þannig að þarf að bregðast hratt við.” Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Orkumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira