Innlent

Bein út­sending: Á­hyggjur af fram­tíð Reykja­víkur­flug­vallar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þotur Icelandair á Reykjavíkurflugvelli í óveðri sem gekk yfir landið í desember 2020.
Þotur Icelandair á Reykjavíkurflugvelli í óveðri sem gekk yfir landið í desember 2020. Vísir/Vilhelm

Samgönguráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra sem taka þátt í pallborði á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Fundurinn hefst klukkan 17 og verður í beinu streymi.

„Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki í íslensku flugsamgöngukerfi, fyrir innanlandsflug, millilandaflug, sjúkraflug, almanna- og kennsluflug. Þróun hans og framtíð hefur verið mikið til umræðu á síðustu misserum og árum en Flugmálafélagið kallar eftir upplýstri og faglegri umræðu um málefni hans,“ segir í tilkynningu frá Flugmálafélagi Íslands.

Á fundinum munu sérfræðingar fjalla um stöðu vallarins, helstu áskoranir í rekstri hans og horfur til framtíðar. Þá munu samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur ávarpa fundinn og taka þátt í pallborðsumræðum þar sem tækifæri gefst til að ræða stöðu mála.

Á fundinum verða eftirtaldir með erindi og taka þátt í pallborði:

  • Eyjólfur Ármannsson, samgönguráðherra
  • Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur
  • Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands
  • Kári Kárason, flugstjóri og yfirflugstjóri Airbus hjá Icelandair
  • Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair
  • Jón Hörður Jónsson, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og flugstjóri hjá Icelandair

Fundarstjóri verður Matthías Sveinbjörnsson, Forseti Flugmálafélags Íslands og stjórnandi pallborðs verður Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri og stjórnandi Flugvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×