Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 06:54 Framganga og yfirlýsingar Donald Trump frá því að hann tók embætti hafa vakið mikla óvissu og ugg vestanhafs. Getty/Alex Wong Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira