Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 10:57 Dagný Brynjarsdóttir er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Getty/Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. Dagný, sem eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan, spilaði síðast landsleik í apríl 2023. Það var hennar 113. landsleikur og í þeim hefur hún skoraði 38 mörk. Hún snýr nú aftur í landsliðið fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni, en hópinn má sjá hér neðst í fréttinni. Í viðtali við The Athletic í nóvember lýsti Dagný yfir vonbrigðum sínum með samskiptaleysi af hálfu landsliðsþjálfarans. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný þá. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný einnig. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan en auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Dagný, sem eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan, spilaði síðast landsleik í apríl 2023. Það var hennar 113. landsleikur og í þeim hefur hún skoraði 38 mörk. Hún snýr nú aftur í landsliðið fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni, en hópinn má sjá hér neðst í fréttinni. Í viðtali við The Athletic í nóvember lýsti Dagný yfir vonbrigðum sínum með samskiptaleysi af hálfu landsliðsþjálfarans. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný þá. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný einnig. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan en auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira