Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. febrúar 2025 21:27 Knútur Ármann með jarðarber frá Jarðarberjalandi en Knútur og Helena keyptu rekstur stöðvarinnar um áramótin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Friðheima eða þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir tóku við rekstri garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð um áramótin af Hólmfríði Geirsdóttur og Steinari Jensen en stöðin er rétt hjá Friðheimum. Jarðarber hafa alltaf verið vinsæl hjá landsmönnum enda fátt betra en að fá sér íslensk safarík og holl jarðarber enda segir Knútur að berin séu gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Nýja stöðin hjá Friðheimum er mjög tæknivædd en gróðurhúsinu er skipt upp í 12 einingar þar sem uppskeran er mjög svipuð í hverri einingu allt árið. Jarðaberjaplönturnar koma sem mjög litlar plöntur inn í gróðurhúsið en það tekur þær svo um tvo mánuði að koma með jarðarber og svo er týnd af plöntunni í um tvo mánuði þannig að ferli hverrar plöntu er um fjórir mánuðir en þá er plöntunni skipt út fyrir nýja jarðaberjaplöntu. Svona gengur þetta koll af kolli. Knútur segir að íslensk jarðarber séu alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda stoppi þau stutt út í búðum, þau seljist meira og minna öll. Í Jarðarberjalandi verða framleidd um 60 tonn af íslenskum jarðarberjum í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú ertu líka að rækta tómata í Friðheimum, hvort er nú betra tómatar eða jarðarber? „Það er bara gaman að koma að þessu líka. Við erum náttúrulega búin að vera í því að rækta tómata í 30 ár þannig að við kunnum það bara nokkuð vel og því var mjög gaman að útvíkka bæði sjálfan sig og sjóndeildarhringinn og taka við þessum rekstri en hvoru tveggja bæði gott,” segir Knútur. Þannig að þú ert bara bjartsýnn með þetta? „Mjög bjartsýnn og það sem er gaman við jarðarberin er að við getum fléttað því svolítið inn í ferðaþjónustu hlutann á okkar starfsemi líka því við opnuðum vínstofu og bistro bar fyrir einu og hálfu ári síðan þannig að nú er hægt að koma þar og fá ferska jarðaberjakokteila og drykki úr okkar heimaræktuðu jarðarberjum,” segir Knútur Ármann. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Friðheima eða þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir tóku við rekstri garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð um áramótin af Hólmfríði Geirsdóttur og Steinari Jensen en stöðin er rétt hjá Friðheimum. Jarðarber hafa alltaf verið vinsæl hjá landsmönnum enda fátt betra en að fá sér íslensk safarík og holl jarðarber enda segir Knútur að berin séu gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Nýja stöðin hjá Friðheimum er mjög tæknivædd en gróðurhúsinu er skipt upp í 12 einingar þar sem uppskeran er mjög svipuð í hverri einingu allt árið. Jarðaberjaplönturnar koma sem mjög litlar plöntur inn í gróðurhúsið en það tekur þær svo um tvo mánuði að koma með jarðarber og svo er týnd af plöntunni í um tvo mánuði þannig að ferli hverrar plöntu er um fjórir mánuðir en þá er plöntunni skipt út fyrir nýja jarðaberjaplöntu. Svona gengur þetta koll af kolli. Knútur segir að íslensk jarðarber séu alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda stoppi þau stutt út í búðum, þau seljist meira og minna öll. Í Jarðarberjalandi verða framleidd um 60 tonn af íslenskum jarðarberjum í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú ertu líka að rækta tómata í Friðheimum, hvort er nú betra tómatar eða jarðarber? „Það er bara gaman að koma að þessu líka. Við erum náttúrulega búin að vera í því að rækta tómata í 30 ár þannig að við kunnum það bara nokkuð vel og því var mjög gaman að útvíkka bæði sjálfan sig og sjóndeildarhringinn og taka við þessum rekstri en hvoru tveggja bæði gott,” segir Knútur. Þannig að þú ert bara bjartsýnn með þetta? „Mjög bjartsýnn og það sem er gaman við jarðarberin er að við getum fléttað því svolítið inn í ferðaþjónustu hlutann á okkar starfsemi líka því við opnuðum vínstofu og bistro bar fyrir einu og hálfu ári síðan þannig að nú er hægt að koma þar og fá ferska jarðaberjakokteila og drykki úr okkar heimaræktuðu jarðarberjum,” segir Knútur Ármann.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent