Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 21:24 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir ákvörðun Einars vera djúp vonbrigði og koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ Þetta segir Dóra Björt í samtali við fréttastofu um tíðindi kvöldsins en Einar tilkynnti í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og vísaði hann sérstaklega í deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann ætli sér að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins og Viðreisn um myndun nýs meirihluta. „Það er leitt að sjá að Einar og Framsóknarflokkurinn sjái sér ekki fært að standa við meirihlutasáttmálann og vinna samkvæmt honum í í þágu borgarbúa þar sem hann inniheldur mjög mörg metnaðarfull verkefni,“ segir Dóra Björt. „Við höfum auðvitað komið á sögulegum samgöngusáttmála sem mun verulega breyta lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum unnið að því nútímavæða þjónustu við borgarbúa, við höfum komið rekstrinum yfir núll. Við höfum virkilega látið til okkar taka með góðum verkum.“ Vonar að óvissuástandið vari sem styst Hún segir orð Einars hafa komið sér á óvart. „Mér finnst sérstakt að segja að þú getir ekki komið hlutum í verk í embætti borgarstjóra því að það er valdamesta embætti borgarinnar. Við höfum sannarlega komið mjög mörgu í verk og ég hef áhyggjur af því að þessar vendingar spilli fyrir mikilvægum málum og verkefnum. Eins og uppbyggingu fyrir heimilislausa, að gera borgina öruggari fyrir börn með stórfelldri uppbyggingu göngustíga sem við vorum búin að ákveða og öðrum brýnum og mikilvægum verkefnum. Þannig að ég vona að þessa óvissuástand vari sem skemmst. Svona rót og upplausn vinnur gegn því að verkefni vinnist hratt og vel.“ Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt segir að þessi vika hafi um margt verið sérstök. „Já að einhverju leyti. Við vorum með erfiðan borgarstjórnarfund á þriðjudaginn þar sem við fjölluðum um flugvöllinn sem við höfum áður gert. Það hefur legið fyrir og það hefur verið vísað í það sem deilumál og þrætuepli, en mér fannst allt of mikið gert úr því. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar legið fyrir frá upphafi þessa meirihlutasamstarfs og mér fannst hann snyrtilega afgreiddur í meirihlutasáttmála. Það hefur ekkert breyst í þessum efnum nema kannski fylgi flokkanna. Ég hef persónulega lagt meiri áherslu á að koma hlutum í verk en að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum.“ Um fundinn í kvöld segir Dóra að hún hafi vitað að það væri titringur en að hún hafi ekki átt von á þessum tíðindum. „Ég hélt að við værum að fara að ræða málin og næstu úrlausnarefni. Ég átti ekki von á þessu. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ekki það sem ég var að búast við. Ég vön að starfa í meirihluta af heilindum og standa við gerða samninga. Ég hafði hugsað mér að klára þetta kjörtímabil og vinna að okkar góðu og metnaðarfullu verkefnum í þágu borgarbúa. Það er leitt að aðrir hafi ekki séð sér fært að klára þau mikilvægu verk. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Þetta segir Dóra Björt í samtali við fréttastofu um tíðindi kvöldsins en Einar tilkynnti í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og vísaði hann sérstaklega í deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann ætli sér að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins og Viðreisn um myndun nýs meirihluta. „Það er leitt að sjá að Einar og Framsóknarflokkurinn sjái sér ekki fært að standa við meirihlutasáttmálann og vinna samkvæmt honum í í þágu borgarbúa þar sem hann inniheldur mjög mörg metnaðarfull verkefni,“ segir Dóra Björt. „Við höfum auðvitað komið á sögulegum samgöngusáttmála sem mun verulega breyta lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum unnið að því nútímavæða þjónustu við borgarbúa, við höfum komið rekstrinum yfir núll. Við höfum virkilega látið til okkar taka með góðum verkum.“ Vonar að óvissuástandið vari sem styst Hún segir orð Einars hafa komið sér á óvart. „Mér finnst sérstakt að segja að þú getir ekki komið hlutum í verk í embætti borgarstjóra því að það er valdamesta embætti borgarinnar. Við höfum sannarlega komið mjög mörgu í verk og ég hef áhyggjur af því að þessar vendingar spilli fyrir mikilvægum málum og verkefnum. Eins og uppbyggingu fyrir heimilislausa, að gera borgina öruggari fyrir börn með stórfelldri uppbyggingu göngustíga sem við vorum búin að ákveða og öðrum brýnum og mikilvægum verkefnum. Þannig að ég vona að þessa óvissuástand vari sem skemmst. Svona rót og upplausn vinnur gegn því að verkefni vinnist hratt og vel.“ Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt segir að þessi vika hafi um margt verið sérstök. „Já að einhverju leyti. Við vorum með erfiðan borgarstjórnarfund á þriðjudaginn þar sem við fjölluðum um flugvöllinn sem við höfum áður gert. Það hefur legið fyrir og það hefur verið vísað í það sem deilumál og þrætuepli, en mér fannst allt of mikið gert úr því. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar legið fyrir frá upphafi þessa meirihlutasamstarfs og mér fannst hann snyrtilega afgreiddur í meirihlutasáttmála. Það hefur ekkert breyst í þessum efnum nema kannski fylgi flokkanna. Ég hef persónulega lagt meiri áherslu á að koma hlutum í verk en að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum.“ Um fundinn í kvöld segir Dóra að hún hafi vitað að það væri titringur en að hún hafi ekki átt von á þessum tíðindum. „Ég hélt að við værum að fara að ræða málin og næstu úrlausnarefni. Ég átti ekki von á þessu. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ekki það sem ég var að búast við. Ég vön að starfa í meirihluta af heilindum og standa við gerða samninga. Ég hafði hugsað mér að klára þetta kjörtímabil og vinna að okkar góðu og metnaðarfullu verkefnum í þágu borgarbúa. Það er leitt að aðrir hafi ekki séð sér fært að klára þau mikilvægu verk.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15
„Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55
Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01