Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:43 Magnea Gná Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira