„Það hefur verið ansi merkilegt að starfa í borgarmálunum síðustu misserin og horfa jafnt og þétt upp á óþolið vaxa milli meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Óþol sem ég myndi frekar segja að snúist um núning milli einstaklinga, ólíkar týpur og vanhæfni á ýmsa kanta í að tækla persónulegan ágreining frekar en um málefni,“ sagði Stefán á Facebook í dag.
„Og trúið mér krakkar mínir, þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll.“
Þá segist hann viðurkenna að hann hafi ekki órað fyrir því að þetta myndi enda með „tívolíbombu nánast á miðri setningu menningarnætur.“
„Og ég þarf að láta segja mér það tvisvar ef samstarfsflokkar Samfylkingarinnar í sex vikna gamalli ríkisstjórn gera það sitt fyrsta verk að hlaupa yfir til íhaldsins og Framsóknar.“
Vinstri græn voru í meirihluta í borgarstjórn árin 2014 - 2022.