Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 23:32 Remu Raitanen er, líkt og fleiri í Keflavík, ekki eins öflugur í vörn og sókn. Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð. Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð.
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn