Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 9. febrúar 2025 16:02 Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun