Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 08:32 Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun