Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 08:32 Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun