Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. febrúar 2025 10:58 Alfreð Erling Þórðarson mætti fyrir héraðsdóm í gær en vildi engu bæta við fyrri framburð sinn hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem kom á vettvang sem hjónin fundust látin, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði að strax hefði verið ljóst að þarna hefði ekki átt sér stað slys, það sem gerðist hefði verið af mannavöldum. Þá sagði hann lík hjónanna hafa verið í sérstökum stöðum inni á baðherbergi heimili þeirra. Það væri eins og þeim hefði verið komið þannig fyrir. Þetta hafi sérstaklega átt við lík eiginkonunnar sem hafi verið í mjög þvingaðri stöðu. „Ég sé fyrir mér að það geti verið erfitt að koma fætinum sjálfur fyrir í þessa stöðu,“ sagði sérfræðingurinn. Umræddur sérfræðingur vann blóðferlaskýrslu í málinu. Hann telur að eiginmaðurinn hafi verið sleginn, ekki færri en tveimur höggum, eftir að hann hafði fallið til jarðar. Líklega hafi atburðarásin verið þannig að Alferð Erling hafi slegið til eiginmannsins í forstofu hússins, og elt hann eða fælt að baðherberginu. Þar hafi Alfreð aftur slegið til hans og svo fært hann að baðkari og slegið hann svo aftur. Síðan hafi hann veist að eiginkonunni og slegið hana margítrekað. Blóð af báðum á öllum fötum Alfreðs Annar sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem meðhöndlar lífsýni, gaf skýrslu. Hún sagði rannsókn hafa leitt í ljós að lífsýni, úr báðum látnu, hjónunum, hafa fundist á hamrinum sem Alferð Erling er grunaður um að hafa notað. Bæði var blóð úr þeim á hamarshöfðinu og DNA af skaftinu. Jafnframt hafi fundist blóð á nánast öllum fötum Alferðs en þó hafi verið áberandi meira blóð úr konunni. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem kom á vettvang sem hjónin fundust látin, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði að strax hefði verið ljóst að þarna hefði ekki átt sér stað slys, það sem gerðist hefði verið af mannavöldum. Þá sagði hann lík hjónanna hafa verið í sérstökum stöðum inni á baðherbergi heimili þeirra. Það væri eins og þeim hefði verið komið þannig fyrir. Þetta hafi sérstaklega átt við lík eiginkonunnar sem hafi verið í mjög þvingaðri stöðu. „Ég sé fyrir mér að það geti verið erfitt að koma fætinum sjálfur fyrir í þessa stöðu,“ sagði sérfræðingurinn. Umræddur sérfræðingur vann blóðferlaskýrslu í málinu. Hann telur að eiginmaðurinn hafi verið sleginn, ekki færri en tveimur höggum, eftir að hann hafði fallið til jarðar. Líklega hafi atburðarásin verið þannig að Alferð Erling hafi slegið til eiginmannsins í forstofu hússins, og elt hann eða fælt að baðherberginu. Þar hafi Alfreð aftur slegið til hans og svo fært hann að baðkari og slegið hann svo aftur. Síðan hafi hann veist að eiginkonunni og slegið hana margítrekað. Blóð af báðum á öllum fötum Alfreðs Annar sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem meðhöndlar lífsýni, gaf skýrslu. Hún sagði rannsókn hafa leitt í ljós að lífsýni, úr báðum látnu, hjónunum, hafa fundist á hamrinum sem Alferð Erling er grunaður um að hafa notað. Bæði var blóð úr þeim á hamarshöfðinu og DNA af skaftinu. Jafnframt hafi fundist blóð á nánast öllum fötum Alferðs en þó hafi verið áberandi meira blóð úr konunni.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent