Fótbolti

Collina vill breyta vítaspyrnureglunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Collina var frábær dómari á sínum tíma.
Collina var frábær dómari á sínum tíma. vísir/getty

Hinn goðsagnakenndi ítalski dómari, Pierluigi Collina, hefur kastað fram áhugaverðri hugmynd.

Hann vill nefnilega breyta vítaspyrnureglunni á þann hátt að sá sem tekur víti megi ekki taka frákastið ef spyrnan klikkar.

„Sá sem tekur vítið og klikkar er í miklu betri stöðu en markvörðurinn ef markvörðurinn ver. Markmenn mega klárlega kvarta yfir því. Ég hef þegar rætt þetta innan knattspyrnuheimsins,“ segir Collina.

Ein af lausnum Collina er sú að víti verði tekið eins og í vítakeppni. Annað hvort er skorað eða tekin markspyrna ef spyrnan klikkar. Collina sér kost í því að losna við allan hamaganginn í aðdraganda spyrnunnar með því. Einnig mætti skoða þann kost að spyrnumaðurinn sé úr leik í baráttunni um frákastið.

Verður áhugavert að sjá hvaða hljómgrunn þessar hugmyndir hans fá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×