„Hann er aldrei sakhæfur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. febrúar 2025 14:38 Alfreð Erling hafnaði því að svara spurningum fyrir dómi í gær. Vísir/Vilhelm Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Málið varðar að miklu leyti hvort Alferð teljist sakhæfur eða ekki. Kristinn Tómasson, áðurnefndur geðlæknir, var spurður út í hvort hann hafi velt því fyrir sér hvort Alfreð Erling væri sakhæfur. „Mér örlaði ekki að því, aldrei þessu vant. Hann er aldrei sakhæfur,“ sagði hann. Kristinn sagðist fyrst hafa tekið viðtal við Alfreð Erling á Hólmsheiði og þá hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að vista hann í fangelsi heldur á réttargeðdeild. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri fastur í mjög truflandi ranghugmyndakerfi. Kristinn minntist á að Alferð hefði talað mikið um Guð og djöfulinn, en fjöldamörg vitni hafa minnst á samskonar tal hans. Hann hefði lýst atburðunum sem málið varðar eins og einhverju í „vísindaskáldsögu eða hryllingsbókmenntum“ og að það væri ekki eins og í raunveruleikanum. Þarna væri um að ræða „ógnvekjandi baráttu við Guð og djöfulinn“. Þó hefði Alfreð lýst bæði aðdraganda andláts hjónanna og því sem gerðist eftir það með greinagóðum hætti, miklu skýrari en sjálfum atburðunum. Kristinn sagði að það kæmi sér á óvart. Þá sagði Kristinn að það væri sláandi hvað hann hefði lítið innsæi í veikindi sín. Hann hefði ekki skilning á því að hann glímdi við umræddar andlegar áskoranir. Hann taldi að veikindi Alferðs hefðu líklega staðið yfir í að minnsta kosti sex ár, og jafnvel lengur. Þá virtust þau hafa virkilega stigmagnast árið 2023. Tómas Zoëga, geðlæknir sem er meðdómandi í málinu, spurði Kristinn hvort það væri ekki sérkennilegt að maður veiktist af sjúkdómi sem þessum orðinn svona gamall, um fertugt. Kristinn sagði að það væri í efri kantinum. Það gæti þó skýrt hversu heilsteypt persóna Alfreð væri í raun, en þrátt fyrir geðröskunina væri hann augljóslega vel gefinn og skemmtilegur. „Hefði verið hægt að sjá þetta fyrir?“ spurði Tómas með vísan til þess hve lengi veikindin hefðu staðið yfir. „Þetta er vond spurning,“ sagði Kristinn, en bætti við að það hefði verið betra ef hann hefði verið meðhöndlaður áður. Inntur eftir skýrara svari sagði hann að verkið sem hann væri grunaður um hefði ekki verið fyrirsjáanlegt, en vofveglegur atburður hefði þó kannski verið það. Það er mat Kristins að Alfreð verði að fara í langtímameðferð á réttargeðdeild. Í þessu tilfelli ætti lengd „langtímameðferðarinnar“ að vera mæld í árum. Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Sjá meira
Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Málið varðar að miklu leyti hvort Alferð teljist sakhæfur eða ekki. Kristinn Tómasson, áðurnefndur geðlæknir, var spurður út í hvort hann hafi velt því fyrir sér hvort Alfreð Erling væri sakhæfur. „Mér örlaði ekki að því, aldrei þessu vant. Hann er aldrei sakhæfur,“ sagði hann. Kristinn sagðist fyrst hafa tekið viðtal við Alfreð Erling á Hólmsheiði og þá hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að vista hann í fangelsi heldur á réttargeðdeild. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri fastur í mjög truflandi ranghugmyndakerfi. Kristinn minntist á að Alferð hefði talað mikið um Guð og djöfulinn, en fjöldamörg vitni hafa minnst á samskonar tal hans. Hann hefði lýst atburðunum sem málið varðar eins og einhverju í „vísindaskáldsögu eða hryllingsbókmenntum“ og að það væri ekki eins og í raunveruleikanum. Þarna væri um að ræða „ógnvekjandi baráttu við Guð og djöfulinn“. Þó hefði Alfreð lýst bæði aðdraganda andláts hjónanna og því sem gerðist eftir það með greinagóðum hætti, miklu skýrari en sjálfum atburðunum. Kristinn sagði að það kæmi sér á óvart. Þá sagði Kristinn að það væri sláandi hvað hann hefði lítið innsæi í veikindi sín. Hann hefði ekki skilning á því að hann glímdi við umræddar andlegar áskoranir. Hann taldi að veikindi Alferðs hefðu líklega staðið yfir í að minnsta kosti sex ár, og jafnvel lengur. Þá virtust þau hafa virkilega stigmagnast árið 2023. Tómas Zoëga, geðlæknir sem er meðdómandi í málinu, spurði Kristinn hvort það væri ekki sérkennilegt að maður veiktist af sjúkdómi sem þessum orðinn svona gamall, um fertugt. Kristinn sagði að það væri í efri kantinum. Það gæti þó skýrt hversu heilsteypt persóna Alfreð væri í raun, en þrátt fyrir geðröskunina væri hann augljóslega vel gefinn og skemmtilegur. „Hefði verið hægt að sjá þetta fyrir?“ spurði Tómas með vísan til þess hve lengi veikindin hefðu staðið yfir. „Þetta er vond spurning,“ sagði Kristinn, en bætti við að það hefði verið betra ef hann hefði verið meðhöndlaður áður. Inntur eftir skýrara svari sagði hann að verkið sem hann væri grunaður um hefði ekki verið fyrirsjáanlegt, en vofveglegur atburður hefði þó kannski verið það. Það er mat Kristins að Alfreð verði að fara í langtímameðferð á réttargeðdeild. Í þessu tilfelli ætti lengd „langtímameðferðarinnar“ að vera mæld í árum.
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Sjá meira