Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:03 Paul Scholes er ekki ánægður með leikmenn eins og Rasmus Hojlund. Hann vill að félagið kaupi tvo nýja framherja. Getty/Manchester United/Richard Sellers Manchester United goðsögnin Paul Scholes hefur miklar áhyggjur af næsta keppnistímabili hjá liði sinu. Hann segir mikið verk sé fyrir höndum til að móta nýtt lið. Scholes er einn af goðsögnum United sem unnu hvern titilinn á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þá var liðið besta liðið í Englandi en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Langt í land United hefur reyndar unnið tvo af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og komst áfram í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Fram að því var United liðið bara á leiðinni niður í fallbaráttu en það er langur vegur eftir enn að mati Scholes. Þetta gæti orðið versta tímabil Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir mjög slakt gengi þá hafði félagið bara efni á því að kaupa einn leikmann í janúarglugganum, Danann Patrick Dorgu, auk þess að semja við unglingaliðsmanninn Ayden Heaven. Enginn kjarni í liðinu „Það eru nokkur atriði sem valda mér áhyggjum. Ruben Amorim þarf að laga margt, við vitum það öll, en ekki síst á leikmannamarkaðnum. Vandamálið er að ég sé ekki neinn kjarna í leikmannahópnum,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpsþættinum The Overlap Fan Debate. „Þegar þú horfir á hin liðið þá sérðu strax hryggjarstykkið hjá þeim. Liverpool er með frábæran markvörð, frábæran miðvörð, framherja, miðjumenn og allt sem til þarf. Ég tel að United sé ekki neinn alvöru leikmann í þeim stöðum,“ sagði Scholes. „Liðið þarf að fá nýjan markvörð, líklega tvo nýja miðverði, tvo afturliggjandi miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes. Hljómar kannski fáránlega „Allt í góðu. Ég sætti mig við einn miðjumann og einn framherja en það þarf að gera þetta vel, finna hæfileikaríka menn og búa til burðarása í liðinu. Þegar þú ert kominn með þennan kjarna þá er auðveldara að bæta við hann,“ sagði Scholes. „Þetta hryggjarstykki, þessi kjarni er svo mikilvægur. Þeir þurfa að passa upp á það að búa hann til í sumar. Þetta hljómar kannski fáránlega en miðað við form liðsins síðan þessi þjálfari tók við þá gætu þeir verið að fara í fallbaráttu. Ég óttast það því þetta hefur verið það slæmt,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Sjá meira
Scholes er einn af goðsögnum United sem unnu hvern titilinn á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þá var liðið besta liðið í Englandi en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Langt í land United hefur reyndar unnið tvo af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og komst áfram í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Fram að því var United liðið bara á leiðinni niður í fallbaráttu en það er langur vegur eftir enn að mati Scholes. Þetta gæti orðið versta tímabil Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir mjög slakt gengi þá hafði félagið bara efni á því að kaupa einn leikmann í janúarglugganum, Danann Patrick Dorgu, auk þess að semja við unglingaliðsmanninn Ayden Heaven. Enginn kjarni í liðinu „Það eru nokkur atriði sem valda mér áhyggjum. Ruben Amorim þarf að laga margt, við vitum það öll, en ekki síst á leikmannamarkaðnum. Vandamálið er að ég sé ekki neinn kjarna í leikmannahópnum,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpsþættinum The Overlap Fan Debate. „Þegar þú horfir á hin liðið þá sérðu strax hryggjarstykkið hjá þeim. Liverpool er með frábæran markvörð, frábæran miðvörð, framherja, miðjumenn og allt sem til þarf. Ég tel að United sé ekki neinn alvöru leikmann í þeim stöðum,“ sagði Scholes. „Liðið þarf að fá nýjan markvörð, líklega tvo nýja miðverði, tvo afturliggjandi miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes. Hljómar kannski fáránlega „Allt í góðu. Ég sætti mig við einn miðjumann og einn framherja en það þarf að gera þetta vel, finna hæfileikaríka menn og búa til burðarása í liðinu. Þegar þú ert kominn með þennan kjarna þá er auðveldara að bæta við hann,“ sagði Scholes. „Þetta hryggjarstykki, þessi kjarni er svo mikilvægur. Þeir þurfa að passa upp á það að búa hann til í sumar. Þetta hljómar kannski fáránlega en miðað við form liðsins síðan þessi þjálfari tók við þá gætu þeir verið að fara í fallbaráttu. Ég óttast það því þetta hefur verið það slæmt,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport)
Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Sjá meira