Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Netöryggi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar