„Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 12:00 Jón hefur tilkynnt framboð til formanns HSÍ. Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón hefur verið formaður handknattleiksdeildar Vals í þónokkur ár og með mikla reynslu á þeim vettvangi. Hann er fyrsti frambjóðandi sem gefur kost á sér fyrir ársþing HSÍ 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur verið formaður HSÍ undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. „Ég hef alltaf haft trú á því að einn plús einn geti orðið þrír og það er svona það fyrsta hjá mér í þessu ferli. Svo eru þessir grunnhlutir eins og fjárhagur og rekstur sambandsins sem er flókinn og erfiður. Þetta er ekkert bara HSÍ heldur bara með alla íþróttahreyfinguna að fá fjármuni inn í hreyfingarnar. Við fáum peninga frá afrekssjóð og það eru að koma inn aukapeningar þar en við þurfum að sækja enn meiri pening,“ segir Jón og heldur áfram. „Mitt mat er að við þurfum meiri aðstoð frá ríki og sveitarfélögum en við erum líka háð styrkjum fyrirtækja.“ Nokkur erfið mál Jón segir að orðræðan í kringum sambandið hafi verið of neikvæð undanfarin misseri. „Það eru búin að koma upp nokkur erfið mál eins og til dæmis sjónvarpsmálin okkar sem hafa verið sem hafa verið svolítið erfið. Við förum af Sýn og yfir í Handboltapassann sem gekk brösuglega til að byrja með en er miklu betra núna og útbreiðslan þar að aukast. Svo eru alltaf svona hitamál eins og ég kringum landsliðsþjálfaramál og fleira en við ætlum að fara horfa fram á veginn og hætta að kíkja í baksýnisspegilinn,“ segir Jón og heldur áfram. „Það er alltaf hægt að fara til baka og hægt að skoða hvað væri hægt að gera betur. En ég hef alltaf haft það sem reglu í lífinu mínu og hjá fyrirtækinu mínu sem ég stjórna er að þú mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið,“ segir Jón en hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. HSÍ Handbolti Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Jón hefur verið formaður handknattleiksdeildar Vals í þónokkur ár og með mikla reynslu á þeim vettvangi. Hann er fyrsti frambjóðandi sem gefur kost á sér fyrir ársþing HSÍ 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur verið formaður HSÍ undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. „Ég hef alltaf haft trú á því að einn plús einn geti orðið þrír og það er svona það fyrsta hjá mér í þessu ferli. Svo eru þessir grunnhlutir eins og fjárhagur og rekstur sambandsins sem er flókinn og erfiður. Þetta er ekkert bara HSÍ heldur bara með alla íþróttahreyfinguna að fá fjármuni inn í hreyfingarnar. Við fáum peninga frá afrekssjóð og það eru að koma inn aukapeningar þar en við þurfum að sækja enn meiri pening,“ segir Jón og heldur áfram. „Mitt mat er að við þurfum meiri aðstoð frá ríki og sveitarfélögum en við erum líka háð styrkjum fyrirtækja.“ Nokkur erfið mál Jón segir að orðræðan í kringum sambandið hafi verið of neikvæð undanfarin misseri. „Það eru búin að koma upp nokkur erfið mál eins og til dæmis sjónvarpsmálin okkar sem hafa verið sem hafa verið svolítið erfið. Við förum af Sýn og yfir í Handboltapassann sem gekk brösuglega til að byrja með en er miklu betra núna og útbreiðslan þar að aukast. Svo eru alltaf svona hitamál eins og ég kringum landsliðsþjálfaramál og fleira en við ætlum að fara horfa fram á veginn og hætta að kíkja í baksýnisspegilinn,“ segir Jón og heldur áfram. „Það er alltaf hægt að fara til baka og hægt að skoða hvað væri hægt að gera betur. En ég hef alltaf haft það sem reglu í lífinu mínu og hjá fyrirtækinu mínu sem ég stjórna er að þú mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið,“ segir Jón en hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan.
HSÍ Handbolti Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira