Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Jenni Hermoso fagnar marki sínu gegn Kólumbíu á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Getty Montse Tomé, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi Jenni Hermoso ekki í landsliðshópinn sem spilar við Belgíu og England í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira
Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira
Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47