Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 14:04 Arnþrúður Þórarinsdóttir, sem er fyrir miðju, er saksóknari hjá Héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ef fallist verði á að sakfella Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira
Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira