McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 17:49 Tulsi Gabbard og Robert F. Kennedy yngri. AP og EPA Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sagði fyrir atkvæðagreiðsluna að Gabbard væri ekki treystandi fyrir embættinu. Biðlaði hann til Repúblikana að standast þrýstingin frá Hvíta húsinu og hafna tilnefningunni. Schumer sagðist handviss um að ef leyniatkvæðagreiðsla um tilnefninguna yrði haldin fengi Gabbard kannski tíu atkvæði. Hingað til hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum þings sýnt lítinn vilja til að standa uppi í hárinu á Trump. Forsetinn hefur heitið því að beita sér gegn öllum þeim sem fara gegn vilja hans og hefur Elon Musk, auðugasti maður heims, sömuleiðis tekið undir það. Hann hefur lofað því að beita auðæfum sínum gegn þingmönnum til að tryggja að þeir tapi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu kosningar. Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni sem ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum, var eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningu Gabbard. Í yfirlýsingu sem hann birti eftir atkvæðagreiðsluna sagði McConnel að bandaríska þjóðin ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna væri að fá greiningar á leynilegum upplýsingum frá manneskju sem hefði sýnt eins alvarlegan dómgreindarskort eins og hún hefði gert. MCCONNELL on his no vote on Gabbard. pic.twitter.com/gLnDH51MvH— Jake Sherman (@JakeSherman) February 12, 2025 Básúnar áróður frá Rússlandi Gabbard er fyrrverandi þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Havaí og var á árum áður hermaður. Hún yfirgaf Demókrataflokkinn árið 2022 og lýsti yfir stuðningi við Trump í ágúst. Þá gerði hann hana að næstráðandi í undirbúningsteymi sínu fyrir komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu. Gabbard hefur enga reynslu af leyniþjónustumálum en sem yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna myndi hún sjá um rekstur átján stofnana sem fá um 76 milljarða dala frá í fjárlögum á ári hverju. Hún hefur einnig í gegnum árin sýnt mikla samstöðu með Vladimír Pútín og Bashar al-Assad, einræðisherrum Rússlands og Sýrlands, í gegnum árin. Árið 2017 ferðaðist hún til Sýrlands og fundaði með Assad og einangraði hún sig þá töluvert frá öðrum innan Demókrataflokksins. Gabbard hefur einnig ítrekað básúnað áróður frá Rússlandi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu og meðal annars haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi rekið fjölda rannsóknarstofa í Úkraínu þar sem efnavopn voru þróuð, sem er ekki rétt og samsæriskenning sem dreift hefur verið af Rússum á undanförnum árum. Ríkismiðlar Rússlands hafa ítrekað fjallað um hana með jákvæðum hætti í gegnum árin og lýst henni sem bandamanni Rússlands. Trump hefur sagt að hann vilji gera umfangsmiklar breytingar innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, eins og hann vill gera innan margra annarra deilda ríkisins. Hann hefur lengi verið bitur út í leyniþjónustur Bandaríkjanna og sakað starfsmenn þeirra og yfirmenn um að reyna að grafa undan fyrsta framboði hans til forseta. Þá hefur hann lýst leyniþjónustusamfélaginu svokallaða sem hluta af „djúpríkinu“ og hefur heitið því að hreinsa þaðan spillta aðila. Aðhyllist samsæriskenningar Einnig var greitt atkvæði um það að greiða atkvæði um tilnefningu Robert F. Kennedy yngri. Þar samþykktu þingmenn að halda lokaatkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis Heilbrigðisráðherra á morgun. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar stóð Kennedy frammi fyrir mikilli gagnrýni úr mörgum áttum. Allt frá hörðum íhaldsmönnum til frjálslyndra aðila, sem segja samsæriskenningar hans og rangfærslur um bóluefni og önnur málefni eiga að útiloka hann frá því að stýra heilbrigðismálastofnunum Bandaríkjanna. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sagði fyrir atkvæðagreiðsluna að Gabbard væri ekki treystandi fyrir embættinu. Biðlaði hann til Repúblikana að standast þrýstingin frá Hvíta húsinu og hafna tilnefningunni. Schumer sagðist handviss um að ef leyniatkvæðagreiðsla um tilnefninguna yrði haldin fengi Gabbard kannski tíu atkvæði. Hingað til hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum þings sýnt lítinn vilja til að standa uppi í hárinu á Trump. Forsetinn hefur heitið því að beita sér gegn öllum þeim sem fara gegn vilja hans og hefur Elon Musk, auðugasti maður heims, sömuleiðis tekið undir það. Hann hefur lofað því að beita auðæfum sínum gegn þingmönnum til að tryggja að þeir tapi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu kosningar. Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni sem ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum, var eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningu Gabbard. Í yfirlýsingu sem hann birti eftir atkvæðagreiðsluna sagði McConnel að bandaríska þjóðin ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna væri að fá greiningar á leynilegum upplýsingum frá manneskju sem hefði sýnt eins alvarlegan dómgreindarskort eins og hún hefði gert. MCCONNELL on his no vote on Gabbard. pic.twitter.com/gLnDH51MvH— Jake Sherman (@JakeSherman) February 12, 2025 Básúnar áróður frá Rússlandi Gabbard er fyrrverandi þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Havaí og var á árum áður hermaður. Hún yfirgaf Demókrataflokkinn árið 2022 og lýsti yfir stuðningi við Trump í ágúst. Þá gerði hann hana að næstráðandi í undirbúningsteymi sínu fyrir komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu. Gabbard hefur enga reynslu af leyniþjónustumálum en sem yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna myndi hún sjá um rekstur átján stofnana sem fá um 76 milljarða dala frá í fjárlögum á ári hverju. Hún hefur einnig í gegnum árin sýnt mikla samstöðu með Vladimír Pútín og Bashar al-Assad, einræðisherrum Rússlands og Sýrlands, í gegnum árin. Árið 2017 ferðaðist hún til Sýrlands og fundaði með Assad og einangraði hún sig þá töluvert frá öðrum innan Demókrataflokksins. Gabbard hefur einnig ítrekað básúnað áróður frá Rússlandi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu og meðal annars haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi rekið fjölda rannsóknarstofa í Úkraínu þar sem efnavopn voru þróuð, sem er ekki rétt og samsæriskenning sem dreift hefur verið af Rússum á undanförnum árum. Ríkismiðlar Rússlands hafa ítrekað fjallað um hana með jákvæðum hætti í gegnum árin og lýst henni sem bandamanni Rússlands. Trump hefur sagt að hann vilji gera umfangsmiklar breytingar innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, eins og hann vill gera innan margra annarra deilda ríkisins. Hann hefur lengi verið bitur út í leyniþjónustur Bandaríkjanna og sakað starfsmenn þeirra og yfirmenn um að reyna að grafa undan fyrsta framboði hans til forseta. Þá hefur hann lýst leyniþjónustusamfélaginu svokallaða sem hluta af „djúpríkinu“ og hefur heitið því að hreinsa þaðan spillta aðila. Aðhyllist samsæriskenningar Einnig var greitt atkvæði um það að greiða atkvæði um tilnefningu Robert F. Kennedy yngri. Þar samþykktu þingmenn að halda lokaatkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis Heilbrigðisráðherra á morgun. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar stóð Kennedy frammi fyrir mikilli gagnrýni úr mörgum áttum. Allt frá hörðum íhaldsmönnum til frjálslyndra aðila, sem segja samsæriskenningar hans og rangfærslur um bóluefni og önnur málefni eiga að útiloka hann frá því að stýra heilbrigðismálastofnunum Bandaríkjanna. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira