Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 13:01 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þó margt skilji flokkanna fimm að sem nú eru í meirihlutaviðræðum bendi ekkert til þess að þær nái ekki að mynda nýjan meirihluta. Vísir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira