Fyrsta tapið í 12 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 15:16 Sveindís Jane og stöllur hennar þurftu að þola fyrsta bikartapið í heillangan tíma í gær. Oliver Hardt/Getty Images for DFB Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í liði Wolfsburgar þurftu að þola óvænt tap í þýsku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Wolfsburg hefur ekki tapað leik í keppninni í tólf ár. Wolfsburg hefur algjörlega einokað þýsku bikarkeppnina undanfarin ár. Bayern Munchen hefur unnið sína Þýskalandstitla og önnur lið gert sig þar gildandi en það hefur ekki breyst að Wolfsburg vinni bikarinn. Síðasta vor var fastlega búist við því að Bayern myndi vinna tvöfalt og slá Wolfsburg við í bikarúrslitum eftir að hafa tekið þýska meistaratitilinn en Sveindís Jane fagnaði þá sigri gegn Glódísi Perlu. Það var því afar óvænt að Wolfsburg hafi tapað 1-0 fyrir Hoffenheim í 8-liða úrslitum keppninnar í gærkvöld og ljóst að nýtt nafn verður ritað á bikarinn í fyrsta skipti í rúman áratug. Wolfsburg hefur unnið bikarkeppnina tíu ár í röð, sleitulaust frá leiktíðinni 2014-15. Frankfurt var síðast liða, annarra en Wolfsburg, til að vinna keppnina 2013-14. Það var Frankfurt sem sló Wolfsburg úr keppni það árið, í 16-liða úrslitum þann 16. nóvember 2013. Síðan þá hefur Wolfsburg unnið hvern einasta leik, 52 talsins, áður en kom að tapinu fyrir Hoffenheim í gær. Bayern Munchen þykir langlíklegast til að vinna keppnina í ár. Werder Bremen vann óvæntan sigur á Bayer Leverkusen í gær og eru því þrjú af fjórum efstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar úr leik; Wolfsburg, Frankfurt og Leverkusen. Eftir standa Hoffenheim og Werder Bremen, sem bæði eru um miðja deild, og B-deildarlið Hamburger SV, auk Bayern Munchen. Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Wolfsburg hefur algjörlega einokað þýsku bikarkeppnina undanfarin ár. Bayern Munchen hefur unnið sína Þýskalandstitla og önnur lið gert sig þar gildandi en það hefur ekki breyst að Wolfsburg vinni bikarinn. Síðasta vor var fastlega búist við því að Bayern myndi vinna tvöfalt og slá Wolfsburg við í bikarúrslitum eftir að hafa tekið þýska meistaratitilinn en Sveindís Jane fagnaði þá sigri gegn Glódísi Perlu. Það var því afar óvænt að Wolfsburg hafi tapað 1-0 fyrir Hoffenheim í 8-liða úrslitum keppninnar í gærkvöld og ljóst að nýtt nafn verður ritað á bikarinn í fyrsta skipti í rúman áratug. Wolfsburg hefur unnið bikarkeppnina tíu ár í röð, sleitulaust frá leiktíðinni 2014-15. Frankfurt var síðast liða, annarra en Wolfsburg, til að vinna keppnina 2013-14. Það var Frankfurt sem sló Wolfsburg úr keppni það árið, í 16-liða úrslitum þann 16. nóvember 2013. Síðan þá hefur Wolfsburg unnið hvern einasta leik, 52 talsins, áður en kom að tapinu fyrir Hoffenheim í gær. Bayern Munchen þykir langlíklegast til að vinna keppnina í ár. Werder Bremen vann óvæntan sigur á Bayer Leverkusen í gær og eru því þrjú af fjórum efstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar úr leik; Wolfsburg, Frankfurt og Leverkusen. Eftir standa Hoffenheim og Werder Bremen, sem bæði eru um miðja deild, og B-deildarlið Hamburger SV, auk Bayern Munchen.
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira