Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 14:08 „Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun