Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Aron Kristjánsson hefur stýrt landsliði Barein nú um árabil Vísir/Ívar „Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar. Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“ HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“
HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira