„Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 17:23 Sanna og Helga segja stóla og embætti ekki hafa verið rædd. Vísir/Einar/Vilhelm Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. „Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01
Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21